Kirkjuritið - 01.12.1973, Blaðsíða 18
Johannes Brandtzœg.
aði í Santalistan á Indlandi, en saga
hans skal ekki sögð að sinni. Er þar
kom, að kristniboðum urðu greiðar
leiðir inn í Kína á áttunda tug nítjándu
aldar, tók athygli mjög að beinast
þangað. Stjórnendur Hins norska
kristniboðsfélags töldu þó ekki fœrt
að senda kristniboða til Kína. Ekki
skorti þó hvetjendur. Enn fóru öldur
trúarvakninga um norskar byggðir og
einkum um Vesturlandið, þegar hér
er komið sögu. Fóru brátt að skjóta
upp kolli, þar um slóðir, félög, er
styðja vildu kristniboð í Kína. Á hvíta-
sunnu árið 1891 komu fulltrúar þeirra
saman ! Bergen og stofnuðu Hið
norsk-lútherska Kínakristniboðssam-
band (Det Norske Lutherske Kinamisj-
onsforbund), Urðu megingreinar
norsku kristniboðshreyfingarinnar þar
með tvœr, þótt allmörg smœrri félög
starfi óháð stóru samtökunum.
Einkennileg og fremur dapurleg at'
vik ollu því, að nokkur fjarski varð
milli stórveldanna tveggja einkum 1
fyrstu. Hin nýju samtök sendu þegar
átta kristniboða til Kína. Var fyrir þeim
flokki Johannes Brandtzœg, ungur
guðfrœðingur, hinn mesti atgervis-
maður. Sótti hann um prestsvígslu, sv°
sem tíðkazt hafði hjá þeim guðfrceð-
ingum, er gerzt höfðu kristniboðar
gamla félagsins. Nú brá hins vegar
svo við, að þrír biskupar neitaðu
Brandtzœg um vígsluna hver e^'[
annan. Kristniboðarnir átta hlutu þvl
einungis fyrirbœn og handayfirla9n
ing stjórnar kristniboðssambandsin5'
áður en þeir héldu til Kína. Fám ar'
um síðar ákvað aðalfundur sam
bandsins, að kristniboðar þess skyl u
ávallt vígðir með þessum sama hcettr
304