Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.12.1973, Blaðsíða 62
undirbúningur er þegar eitt mesta vandamál íslenzkrar kristni. Á honum enn að hraka svo, að hann verði gagnslaus og verri en það? Prestar eru of fáir, þeir komast ekki að fyrir skólunum, e. t. v. eru þeir einnig of gamaldags og illa fœrir til verksins, eins og sumt ungt fólk telur. En hvar eru þá þeir, sem hlaupi undir bagga? Ef nokkuð er að marka það unga fólk, sem hér er vitnað til á undan, þá blasir annars vegar við augum, að kristin frœðsla er í hörmulegum ólestri á íslandi, og hins vegar leiðir þar af, að ungt fólk hœttir að skilja tungu- mál kirkjunnar og tilbeiðsluhœtti og losnar úr tengslum við hana. Það bið- ur um eitthvað nýtt, en kann ekki að greina kristinn dóm frá öðru í nýjung- unum. Ég hefi áður haldið því fram hér í ritinu, að íslendingar séu trú- menn miklir. Hitt er annað mál, hvort þeir séu vel kristnir. Þeir hrósa sér gjarna af frjálslyndi og umburðar- lyndi, en oft gala þeir hœst um frjáls- lyndið, sem fáfróðastir eru og mestir ofstœkismenn. Aukist svo enn fáfrœð- in, er öllu stefnt í voða. Mér er vel kunnugt, að áhyggjur mínar af fáfrœði ungs fólks eru ekki einsdœmi. Þorri presta mun eiga við sömu áhyggjur að stríða og fjöldi kennara og annarra uppalenda einn- ig. Hin marglofaða, unga og efnilega kynslóð er að vísu góð og efnileg, en herfilega vanrcekt í sumum efnum. Og ekki er þess að dyljast, að vantrúaðir og misvitrir hugsjónamenn hafa um nokkurt skeið unnið að þv! að grafa undan kristinni þekkingu hinna yngri, til að geta fyllt tómið með frœðum sínum og kenningum. Kristinn skóli Hvað má til varnar verða? Kristinn skóli er gömul hugsjón. Og draumar eða hugsjónir verða ekki til af því einu að eldast. ,,Það verður dýrast, sem lengi hefur geymt verið og gefur tvöfaldan ávöxt í hentugan tíma framborið, sagði Markús Varro." Hallgrímur Pétursson tók undir það. Og nú er svo komið hérlendis, að kristnir foreldrar hrópa á kristinn skóla handa börnum sínum. Þar er bœði neyð og nauðsyn. Einkum er brýn þörfin á kristilegum unglinga- skóla. Biblíuskóli, er henta mundi þeim leikmönnum, sem veljast til starfa í söfnuðum landsins eða kristi- legum félögum, vœri einnig harla þarfur. Stofnun eða skóla, er geti veitt prestum, kennurum, sálfrœðingum og félagsráðgjöfum framhaldsmenntun, skortir einnig. Guðfrœðideild og aðr- ar sérdeildir eða sérskólar henta ekki til sllks hér á landi. Of dýrt og þungf í vöfum verður að senda úr landi alla þá, sem auka þurfa og auka vilja nám sitt. Það var eitt sinn hugsjón, og er raunar enn, að Skálholt verði staður hinnar œðstu, kristnu menntastofnun- ar á íslandi. Megi hinn ungi lýðha- skóli verða vísir að hollum og miklum meiði. Þjóðhátíð og Skálholt Á þjóðhátíðarári verður margs minnast. Auk þess, að ellefu hundru ára eru liðin frá upphafi íslan ,s byggðar, ber þrjúhundruð ára art' 348
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.