Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.12.1973, Blaðsíða 34
sálmabókar, til notkunar á öllu land- inu, og afnema þannig ringulreiðina í kirkjusöngnum. En Herra Gísli and- aðist árið 1587, áður en biskuparnir höfðu lokið verki þessu. Þess vegna féll það í hlut Herra Guðbrandar eins, að annast útgáfu bókarinnar. Hann skrifaði mjög merkilegan formála, er hann lét prenta með bókinni. Formál- inn varpar Ijósi á tilorðningu bókar- innar, og þœr kröfur, sem hann gerði til bókarinnar, og hvaða boðskap bók- in á að flytja að hans dómi. Til- gangur hans með útgáfu bókarinnar var meðal annars sá, ,,að vinna gegn og útrýma ónauðsynlegum kvœðum um jötna og sögulegar verur, rímum, illa ortum ástarkvœðum og ástar- söngvum, lostaljóðum, ádeiluerindum og hœðnisvísum, illa kveðnu spaugi, fúlum flimtingum, og öðrum Ijótum illa rímuðum austri, baktali og spotti, sem alþýðan hér elskar og cefir, Guði og englum hans til skapraunar, en djöflinum og árum hans til gleði og ánœgju, og það fremur hér heldur en í nokkru öðru landi, sem er meira í samrœmi við siðu heiðingja en krist- inna manna, á vökunóttum og öðrum mannamótum, I veizlum og gesta- boðum heyrist varla annað til skemmt- unar haft en þessi hégómlegi kvœða- þáttur, sem Guð náði." Af 340 sálm- um í sálmabókinni eru flestir ortir fyrr, sem hann, Herra Guðbrandur lag- fœrði, eða fól öðrum að laga, leið- rétta og þýða. Fyrir tíma Herra Guðbrandar bisk- ups höfðu menn á íslandi gjört til. raunir með að yrkja evangeliska sálma, auk þeirra, sem voru í þeim þremur sálmakverum, sem biskupar 320 höfðu látið prenta. Það var eðlilegt að margir menn hefðu þörf fyrir það, að játa trú sína í versum eða sálmum. Alþýðan meðtók þessi vers með áfergju, þrátt fyrir margs konar galla í rími og formi. í þessum efn- um voru menn ekki vandlátir. Þess- vegna varð að endurkveða þessa sálma, leiðrétta og lagfœra þá, áður en unnt yrði að taka þá í sálmabók safnaðanna. Aðeins fveir — í mesta lagi þrír — sálmar er álitið að séu eftir Herra Guðbrand sjálfan. Af skáld- um, sem sálma áttu í bókinni, er að- eins einn nefndur: Sálmaskáldið Ólaf- ur Guðmundsson prestur á Sauðanesi. Sá prestur var skólabróðir Herra Guð- brandar, og síðar námsfélagi hans við háskólann. Ástœðan til þess a^ hann varð sálmaskáld er sagt að hafi verið þessi: Þegar hann fór í presta- kall sitt, sem nývígður prestur, varð hann fyrir því óhappi að allar eigur hans, og meðal þess allar hans bœkur féllu í á. Bœkurnar glötuðust allar nema ein latnesk sálmabók. Eigood' inn áleit þetta bendingu guðlegrc,r forsjónar, að hann œtti framvegis a nota skáldgáfu sína Guði til dýrðar' Hann lofaði Guði því að byrja stra* á því að þýða latnesku sálmabókina' sem ekki hafði glatazt, á íslenzkt ma • Þannig hófst sálmaskáldskapur hans- Og hann hélt áfram að yrkja sálma allt sitt líf. HVaða sálmar í sálmabo Guðbrandar eru eftir hann vita mf-n'1 ekki, því nöfn höfunda eru ekki ne n í sálmabókinni. Herra Guðbrandur raðaði sálmunur^ í sálmabók sinni eftir fyrirmy11 dönsku sálmabókar Hans Thomis0n Fimm árum síðar kom út gradua
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.