Kirkjuritið - 01.12.1973, Blaðsíða 82
mannlegum deilumálum, heldur er
hann hluti af trúarlegu viðhorfi: Við
getum ekki rifið burtu einstaka hluta
úr miklu raunalegu samhengi, hinu
œpandi ósamrœmi tilverunnar, og
sagt, að nú reynum við að leysa þenn-
an hluta vandamálsins, síðan getum
við e. t. v. leyst aðra hluta þess hvern
fyrir sig, þannig að við getum fœrt
allt í lag með því að samrœma allar
þessar hlutalausnir. Ef rót hins illa er,
að maðurinn hefur gjört uppreisn
gegn Guði, þá hljóta allar lausnir að
verða annaðhvort afbökun á innihaldi
hins illa eða frestun á yfirvofandi
hörmungum, ef ekki er komizt fyrir rót
meinsins, þ. e. a.s. ef maðurinn kemst
ekki aftur í þá afstöðu til Guðs, sem
guðsmynd hans hefur gjört að tak-
marki lífs hans.
Dœmi um þetta samrœmi milli frið-
þœgingarinnar í Kristi í þessum
stranga trúarlega skilningi, og frið-
þœgingarinnar manna á meðal, sjá-
um við hinum alkunna kafla í Efesus-
bréfinu, þar sem segir svo (2,14-16):
„Því að hann er vor friður. Hann hefur
sameinað hvoratveggja og rifið nið-
ur millivegginn, sem skildi þá að . . .
fjandskapinn ... til þess að sœtta þá
báða, sameinaða í einum líkama, við
Guð með krossi sínum, er hann með
honum hafði deytt fjandskapinn." Hér
er talað um friðþœgingu á þann hátt,
að menn leiðast auðveldlega til þess
að hugsa sem svo, og þannig hafa
margir ályktað, að hér sé talað um
friðþœginguna, — þá sáttargjörS milli
Guðs og manna, sem við lýsum venju-
lega með þessu orði, — meðan hér
er eins og við vitum átt við spennuna,
andstœðurnar, fjandskapinn milli
Gyðinga og heiðingja. Friðþœgingar-
meðalið er „blóð Krists". Þessi sáttar-
gjörð átti sér stað á „krossinum". Þar
varð hún möguleg. Og áhrif friðþœg-
ingarinnar breiðast út um allan heim-
inn, sem skapaður er af Guði, um tíma
og eilífð, eins og gárur á vatnsfleti.
Eins og áður er að vikið, munum
við ekki hér reyna að kanna hinar
djúpstœðu ástœður friðþœgingarinn-
ar. Og þó að við reyndum það, mund-
um við í öllu falli fyrr eða síðar stanza
við spurningar, sem okkur vceri um
megn að svara. Hér get ég aðeins
minnt á, hvernig Odeberg orðaði þetta
eitt sinn á sinn sérkennilega hatt-
Hann vitnar til orðanna: „Guð scetti
heiminn við sig“, og segir síðam
„Þetta er ómögulegt orðalag, af þ^|
að það, sem gjörðist, er ómögulegt-
Sem sagt „ómögulegt" — og þó hef-
ur það gjörzf.
Og það, sem hefur gjörzt, tá'knar
upphaf nýs tímabils, róttœka breyt-
ingu á þeirri aðstöðu, sem ekki aðeins
maðurinn er í, heldur einnig Gu
sjálfur (Róm. 3,25-6). Við sjáum aftut
og aftur í Nt.: Með hinni óskiljanlegu
staðreynd friðþœgingarinnar hefst
róttœk breyting milli þess, sem áður
var og nú er.
Þessi aðskilnaður er samtímis fast
ákveSin söguleg staSreynd og sföð°9
nýr möguleiki, sem manninum er g
inn í sögulegu samhengi hvers tima
Friðþœgingin er fœrð í eitt skipti fyr^
öll, og þó fullkomnast hún stöðugt a
nýjan leik, þegar það undur gjör|S <
að maður hlýðir kalli fagnaðarerin ^
insins og gefst upp fyrir þeim
leika, sem barðist gegn reiðinni °
vann sigur yfir henni.
368