Kirkjuritið - 01.04.1976, Síða 12

Kirkjuritið - 01.04.1976, Síða 12
En — þarna talaði Drottinn við mig í þriðja sinn. Þegar ég kom heim til Reykjavíkur, fór ég til stjórnarmanna sjómanna- stofunnar og spurði: „Hafið þið fengið nokkurn mann?“ — ,,Nei, þú vilt ekki taka það að þér.“ ,,Jú, með hjálp Drottins. Hann vill, að ég taki það að mér.“ Þannig var sú saga. Saga af sjómanni — Fyrstu þrjú árin vann ég þannig, að ég opnaði sjómannastofuna klukk- an fjögur síðdegis. Hún var opin til klukkan tíu eða ellefu á kvöldin. Ég gekk alltaf um höfnina, þegar ég var búinn að loka. Þar þurfti oft að að- stoða menn ýmislega. Þeir voru drukknir og illa til reika o. s. frv. Síðan fór ég í prentsmiðjuna klukkan 12 og vann þar til klukkan átta um morgun- inn. Þá fór ég heim og svaf fram yfir hádegi. — Þetta gerði ég í þrjú ár, og það var erfitt. Ég skal segja þér frá atviki, sem íyrir mig kom. Ég reyndi að hafa jóla- fagnað fyrir sjómenn, og byrjaði venjulega á jóladagskvöld og hélt svo áfram fram á þrettánda á hverju kvöldi. Ég gat ekki tekið nema eina og eina skipshöfn í einu. Svo er það einu sinni á gamlársdag, að einn ensk- ur togari er í höfninni, annað ekki af skipum eða skipshöfnum, sem ég hafði ekki áður boðið til fagnaðar. Og ég býð þeim, og þeir koma. Ég er að opna stofuna um kvöldið. Þá kemur til mín maður, drukkinn, og segir: ,,Er þetta ekki sjómannastofan?“ — ,,Jújú,“ segi ég. ,,Ja, þá má ég koma inn.“ ,,Ja, við 10 skulum athuga það mál,“ segi ég. „Það stendur þannig á, að í kvöld eru bara erlendir sjómenn hérna, og það er sérstakur jólafagnaður fyrir þá.“ —■ ,,Er ég þá ekki sjómaður?" ,,Það má vel vera, „segi ég. „Þá má ég koma.“ — „Heyrðu, komdu inn fyrir. Við skul- um tala saman.“ Ég haíði þar svolitla kontórkytru. Og ég segi við hann: „Já, þú mátt vera hérna í kvöld á þessum jólafagnaði. En ég verð að setja skilyrði.“ — „Hvað er það?“ — „Það er það, að þú verður að vera stilltur. Þú mátt ekki eyðileggja sam- komuna og koma illu orði á íslenzka sjómenn.“ — „Já, jájá, það skal ég vera.“ — „Og svo er annað. Ef þú ert með áfengi á þér, þá verð ég að fá að geyma það, meðan þú ert hérna.“ — „Neeei, það get ég ekki leyft þér.“ — „Ja, þá hefur þú sjálfur útilokað þig, en ekki ég.“ Svo legg ég höndina á öxlina á honum og segh „Heyrðu, ég held, að þú hefðir gott af að vera hérna hjá okkur í kvöld. Ég skal gera fyrir þig allt það, sem ég get, en ég held þú eigir að vera. Ég held þú hafir gott af því“ — „Þú ert alveg eins og hún mamma." Jóhannes leikur samtölin fjörlega- eins og leikari, sem les upp leikrit. Þegar hér er komið, er gestur hans að því kominn að beygja af. Og hann heldur áfram: „Jæja,“ segi ég, „ætlarðu þá a® vera og fá mér flöskuna, ef þú ert með hana.“ Hann játar því, og svo tekur hann eina, tvær, þrjár, fjórar og fimm. Og Jóhannes ber í borðið við hverjð flösku. — Þetta voru allt hálfflöskur. Svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.