Kirkjuritið - 01.04.1976, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.04.1976, Qupperneq 20
hún er að nokkru leyti mannaverk, og þess vegna ófullkomin á ýmsan hátt. Samt sem áður er hún einstæð bók, og ómissandi heimildarrit í trúmálum. í Kristi sjáum við manninn í sinni full- komnu mynd, eins og honum er ætlað að verða. Vegna þess að Jesús gaf sig Guði fullkomlega á vald í hugsun- um, orðum og gjörðum, varð hann, og er sú eina persóna, sem sýnir eðli Guðs fullkomlega, og þess vegna gat hann með sanni sagt: ,,Ég og faðirinn erum eitt.“ Vegna þess að Guð er andi, gat hann ekki opinberað sig öðruvísi en í mannlegri mynd, í holdi. Kristur er þannig ekki aðeins hin æðsta og fullkomnasta opinberun Guðs, heldur var og koma hans í heiminn helzti viðburður mannkynssögunnar. Það er enn ekki hægt að gera sér Ijóst á hve hátt þroskastig maðurinn kann að komast, en hann hækkar og stækkar stöðugt í hlutfalli við það, sem hann innlifast Kristi. En þótt Guð hafi kom- ið til mannanna á sérstakan hátt í Kristi, er ekki þar með sagt, að hann sé fjarlægur mönnunum á öðrum tím- um. Guð opinberar sig stöðugt í sög- unni, og í trúarvitund mannsins. Þessi stefna hélt þannig fast við guðdóm- legt eðli Krists, en var þó engan veg- inn samþykk Kalkedon samþykktinni í þessu efni. (Frá 451). Hún hafnaði ákveðið ýmsum kenningum rétttrúnað- arins, sem hún taldi standa í mótsögn við vísindalega þekkingu. (t. d. erfða- syndinni, meyjarfæðingunni, og líkam- legri upprisu Krists.) Þessi stefna var föst í sessi vestan- hafs um langt árabil, um og eftir alda- mótin, en svo virðist sem henni hafi ekki tekizt að festa rætur í hugum 18 hinnar nýju kynslóðar. Nýja kynslóðin átti engu síður erfitt með að átta sig á viðhorfum nýju guðfræðinnar en hinnar gömlu, eða íhaldsstefnunnar, nema síður væri. Fræðimenn, sem leggja stund á trúarbragðasögu Ameríkumanna, bera fram ýmsar ástæður fyrir því að aldamótaguð- fræðin, eða nýja guðfræðin, (í öllum þeim flokkum, sem að framan hafa verið nefndir) leið undir lok að mestu sem ráðandi stefna í trúmálum, laust fyrir miðbik aldarinnar. Fyrst og fremst varð hún fyrir árásum bæði frá hægri og vinstri. Flokksbræður hennar, hóp- arnirtveir, sem nefndirhafaverið,töldu hana of íhaldssama, en hinir rétttrúuðu töldu hana sveima í lausu lofti, og að boðskapur hennar væri útþynntur og óraunhæfur. Þá komu áhrifamiklir leik- menn til sögunnar, og hömpuðu þess- um ásökunum. Snerust margir þeirra á móti liberölum yfirleitt. Jafnvel sjálf- ur Fosdick hrökklaðist úr embætti við eina höfuðkirkju presbytera í New York, og hvarf aftur til baptistanna, hinna upphaflegu trúbræðra sinna. Menn gerðust víða mjög óánægðir með predikanir hinna frjálslyndu presta, og með fræðslu ungmenna í kirkjunum- Menn töldu sig ekki lengur fá nein ákveðin svör við þeim spurningum, sem þeir töldu kirkjuna eiga að láta sig mestu varða, t. d. um upphaf, til- gang og endalok lífsins. Hvar er nú hin spámannlega rödd, sem fyrr á tíð hljómaði úr predikunarstólum kirkj- unnar? Hún er þögnuð í kirkjum hinna frjálslyndu, sögðu menn. Einn klerkur þeirra, sem sjálfur var orðinn óánægð- ur með boðskapinn spurði á kirkju- þingi: „Deyjandi maður spyr mig: Hvað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.