Kirkjuritið - 01.04.1976, Page 26

Kirkjuritið - 01.04.1976, Page 26
trúarlífinu vestan hafs, sem ört hefir færst í aukana á síðari árum, en það er Hvítasunnuhreyfingin nýja. Þótt ein- kennilegt kunni að virðast kom þessi hreyfing fyrst fram í sinni nýju mynd í Biskupakirkjunni ensku, og hefir gripið um sig í öllum kirkjudeildum mótmælenda og utan þeirra. Áherzla er lögð á bænir fyrir sjúkum, skírn Heilags Anda, endurfæðingu, helgun og tungutal. Þess er ekki kostur að gera þessu efni skil hér, en aðeins skal á það bent, að Heilagur Andi er enn starfandi í kirkjunni, samkvæmt vitnisburði fjölda manna af öllum stéttum. Margir hafa tilhneigingu til að afgreiða þetta fyrirbrigði með yf- irlýsingu í þá átt, að þetta fólk sé taugaveiklaðir aumingjar, og andlegir fáráðlingar. En málið er ekki svo ein- falt. Þetta fólk kærir sig ekki um kapp- ræður, en segir líkt og haft er eftir Vilhjálmi landkönnuði Stefánssyni á minnisvarðanum, sem stendur á fæð- ingarstað hans við Arnes í Manitoba: ,,Ég veit hvað ég hefi reynt, og ég veit hvers virði það er mér.“ Þau orð mega teljast sígild, og eiga þau ekki hvað síst við um trúarreynslu manna. Heimildir: 1. Bold in the Spirit, Erling Jorstad, Augsburg Publishing House. 2. Paul Sponheim. — Contermporary Forms of Faith. A. P. H. 3. Jorstad: Holy Spirit in Today’s Church, Abingdon Press. 5. A. Layman's Guide to Prot. Theology. Miller Co. N. Ý. 6. Rich. Quebedeaux, Harper & Row Publ. New York. 7. A New Pentecost, (Vat. Council II. Sess I ) The Newmann Press Westminster, Maryland. 8. D. S. Blocsch, The Christian Witness in a Secular Age, Augsb. Publ. H. Mpls. Trúarleg einangrun fslands En sérstök orsök hinnar trúarlegu einangrunar er tilkoma spiritismans hingað til lands á fyrstu árum aldarinnar. Hann beindi umræðum um trúmál á íslandi inn í ákveðinn farveg og varð leið stórs hluta þjóðarinn- ar til trúarlegrar fullnægju vegna þeirrar kröfu hans, að hann réði hinum stóra sannleika í trúarlegu tilliti. Þáttur hans í því, að trúmálaumræður á íslandi stöðnuðu, og að íslenzkir guðfræðingar voru upp til hópa hindr- aðir í því að fylgjast með umræðum stéttarbræðra sinna í öðrum lönd- um, er sá, að hann staðfesti mynd aldamótaguðfræðinnar af raunveruleik trúarbragðanna almennt og kristindómsins sérstaklega. Öll önnur túlkun hennar var álitin standa að baki henni í þróunarstiganum, krafa, sem því miður fékk undirtektir hjá andstæðingum spiritismans allt of oft. Sjá bls. 61. Kristin trú og afleiðing hennar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.