Kirkjuritið - 01.04.1976, Page 27

Kirkjuritið - 01.04.1976, Page 27
SÍRA GUÐJÓN GUÐJÓNSSON, æskulýösfuIItrúi: Hlutverk safnafiarins í æskulýfisstarfi Erindi flutt á æskulýðsráðstefnu 1975. — i allri umræðu um þetta mál verður að hafa í huga safnaðarhugtakið og embætti prestsins. — Hlutverk safnaðarins er að vera vottur fórnandi og fyrirgefandi kær- leika Jesú Krists. Þetta hlutverk er svo margþætt sem lífið sjálft, en allir verða þessir þættir að stefna saman undir einni stjórn að einu marki. — Hlutverk safnaðarins í æskulýðsstarfi er einn þáttur heildarhlut- verks safnaðarins. Vara ber við einangrun þessa þáttar frá öðrum. Fyrir því er nauðsyn heildaruppeldismálaáætlunar kirkjunnar. — Fyrsta sporið til þeirrar áætlunar er að tengja saman þá einstakl- lnga og hópa, er þegar vinna að sömu þáttum. Jafnframt séu tryggð tengsl Þessara þátta við önnur starfssvið, um leið og ný starfssvið, sem ekki er unnið að í dag, séu mótuð og að þeim unnið. Þegar að slíku heildarskipulagi er unnið, þarf jafnframt að virkja það innan safnaðarins, sóknarinnar, en framkvæmd þess hlýtur einnig að miðast við stærri einingar, þ. e. prestaköll, prófastsdæmi, landshluta o. fl. Það er nauðsyn, að tillögur um nýja starfshætti kirkjunnar séu ðyggðar á slíkri heildarsýn, þótt þessi stóru verkefni megi ekki vera fjötur um fót að bættum starfsháttum kirkjunnar, þó að í smærri stíl verði 1 byrjun en hér er ráð fyrir gert. Björninn verður ekki unninn í einni lotu, en þótt loturnar verði margar, þarf þegar við upphaf leiksins að stefna markvisst til sigurs. Minnumst orða Páls postula: „Þess vegna hleyp ég þá ekki eins og upp á óvissu; ég berst eins og hnefaleikamaður, er engin vindhögg slær.“ Vindhöggin eru ekki aðeins til einskis, heldur eyða þau °9 dýrmætri orku íþróttamannsins. Fer nú hér á eftir framsöguerindi, er flutt var á haustráðstefnu æsku- ýðsnefndar kirkjunnar, 29. nóv. 1975. 25

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.