Kirkjuritið - 01.04.1976, Síða 28

Kirkjuritið - 01.04.1976, Síða 28
Söfnuðurinn SöfnuSurinn er að skilningi Nýja testa- mentisins og siðbótarmanna lýður hins nýja sáttmála. Hann er endurleystur lýður Guís, sem fæddur er í heilagri skírn, nærður af boðun fagnaðarerindisins og fullkomnaður í hlutdeildinni í fórnandi kær- leika Krists í heilagri kvöldmáltíð. Þessi heilögu náðarmeðul endurspeglast í trú, von og kærleika í lífi kristins manns. Hér er um að ræða grundvallarþætti hug- taksins kirkja eða söfnuður. í fyrsta lagi er óverðskulduð náð Guðs, og söfnuöurinn er sá lýður, sem safnast saman um þá náð, þ.e. skírn, boðun fagnaðarerindisins og kvöldmáltíð, og í öðru lagi er andsvar mannsins við óverðskuldaðri náð Guðs, þ. e. líf mannsins í trú, von og kærleika. i náöarmeðulunum (skírn, boðun fagnaðar- erindisins og altarissakramenti) mætir Kristur söfnuðinum. Þar sem náðarmeðul þessi eru um hönd höfð, þar er kirkjan. Þar er hún sýnileg, opinber, en andsvar mannsins, trú hans, von og kærleikur verða ekki mæld af mönnum og skulu ekki dæm- ast af mönnum. Kirkjan er því einnig hulin. Hér er mikilvæg dæmisaga Krists úr Matt. 13: 24—30: „Aðra dæmisögu íram- setti hann fyrir þá og mælti: Líkt er himnaríki manni, er sáði góðu sæði í akur sinn; en meðan fólkið svaf, kom óvinur hans og sáði líka illgresi meðal hveitisins, og fór síðan burt. En er grasiö spratt og bar ávöxt, þá kom illgresið í Ijós. Þá komu þjónar húsbóndans og sögðu við hann: Herra, sáðir þú ekki góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur honum þá illgresi? En hann mælti við þá: Þetta hefur óvin- veittur maður gjört. En þjónarnir segja við hann: Viltu þá, að vér förum og tínum það? En hann segir við þá: Nei, svo að þér eigi, er þér tínið illgresið, reytið hveitið upp ásamt því. Látið hvort tveggja vaxa saman til kornskurðarins; og er kornskurðartíminn kemur, mun ég segja við kornskurðar- mennina: Tínið fyrst illgresið, og bindið það í bundin, til þess að brenna það, en safnið hveitinu í kornhlöðu mína.“ Hér segir frá kirkjunni eða söfnuðinum. Akurinn er í órækt, sáð var náðarmeðulun- 26 um, hveitinu, en illgresið vex einnig innan akursins. Mér er nær að halda, að það sé til staðar í hverri plöntu. En oss er ekki ætlað, meir að segja beinlínis bannað, að reyta burt illgresið innan akursins, innan safnaðarins. Það bíður uppskerunnar. Þá verður það Guðs að dæma. Þá verður söfnuðurinn hreinsaður, en á meðan vér bíðum þess, er oss bannað að krefjast þess, að kirkjan sé hrein, eins og svo er nefnt. Kristur gefur líf og viðheldur kirkju sinni, en hann lætur boða fagnaðarerindi sitt og heilög sakramenti eru um hönd höfð. Er þessi skilningur nefndur „objektivur," en Kristur er einnig í verki í andsvari manns- ins, að vekja trúna, og liggi áherzlan á þeim skilningi safnaðarhugtaksins (þ.e. á- herzla er lögð á andsvar mannsins), er hann nefndur „subjektivur." Verði áherzlan eingöngu á objektivum skilningi kirkjuhug- taksins er öll áherzla lögð á rétta vígslu presta og annarra embættismanna kirkj- unnar. EmbættiS kemur yfir söfnuðinn. Verði áherzlan eingöngu á subjektivum skilningi, er trúin næsta óháð fagnaðarer- indi og sakramentum. Söfnuðurinn er kall- aður hreinn. Hver meðlimur hans vitnar um sína persónulega frelsun. Ýmis tákn eiga að sýna, að sálarástand mannsins se ekta eða óekta og einnig þannig greina menn sundur hina hreinu kirkju. Þeir skilja hafrana frá sauðunum, kasta illgresinu úr akrinum, skipta mönnum í hóp trúaðra og vantrúaðra. Og embætti prestsins týnist undir söfnu'Sinum. Vor lútherska kirkja hefur reynt að lifa j samhljómi hins objektiva og „himneska tóns og hins subjektiva og „jarðneska. PrestsembættiS er ti! þjónustu í söfnuðifj" um, þar sem það má hvorki upphefjast til hins himneska né týnast í hinu jarðneska. Á sama hátt má söfnuðurinn hvorki týnast í heiminum né hefja sig upp yfir þá veröld, sem vér nú lifum í. Kirkjan er heilög °9 og hún er einnig almenn. Hún er opinber, en einnig hulin. Er vér göngum til kirkju og tökum þátt 1 messu, þá sjáum vér kirkjuna. Vér sjáujn vatnið í skírnarsánum, vér meðtökum vírji og brauðið, vér heyrum fagnaðarerindio-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.