Kirkjuritið - 01.04.1976, Qupperneq 78

Kirkjuritið - 01.04.1976, Qupperneq 78
Vandi er að segja um uppruna orðs- ins, en talið er það þýði ,,hinn að- greindi“ eða eitthvað í þá áttina. Sé það rétt, þá á það vel við, því að í augum sjálfra sín og annarra voru þeir að mörgu leyti aðgreindir frá ,,því fólki, sem eigi hirðir um lögmálið". Þeir voru áhrifamiklir virðingamenn og meðal þeirra voru menn, sem gerðu strangar siðgæðiskröfur og gáfumenn, þótt sjálfsagt hafi þeir verið veikir fyr- ir þeim freistingum, sem herja á fólk, sem þykist vera trúaðra en náunginn. Þeir létu mjög til sín taka í samkundu- húsunum (sýnagógunum), sem voru ekki aðeins bænahús, heldur og fé- lagsheimili og jafnvel ráðhús þeirrar takmörkuðu sjálfstjórnar, sem Gyð- ingum var heimil. Návist musterisins í höfuðstaðnum jók mjög vald og hróður prestastéttar- innar. Embætti æðsta prestsins gekk að erfðum í ákveðnum ættum og hafði hann geysileg völd, þótt Rómverjar hefðu skert þau að mun. Hann var for- seti æðstaráðsins eða öldungaráðsins sem nefndist ,,sanhedrin“ (grískt orð, sem stafað var á hebresku — sýnir hve langt grísk áhrif náðu). Keisarastjórn- in veitti ráðinu talsverða sjálfsstjórn að því er varðaði innri málefni þjóðarinn- ar, þótt mjög væri að vísu fylgst með málum af hálfu Rómverja. Þetta var venja Rómverja í sambandi við skatt- löndin yfirleitt. Oftast var yfirstétt prestanna og áhangendur hennar Rómverjum þæg og undirgefin. Það var henni í hag að stuðla að vinsam- legum samskiptum við herraþjóðina voldugu í þessum aðstæðum. Og sjálf- sagt hefur prestum fundist það vera í þágu Gyðingdómsins yfirleitt. Þegar 76 þessi saga gerist, var æðsti prestur Jósef Kaífas, sem settur hafði verið í embætti af fyrirrennara Pílatusar. En tengdafaðir hans, Annas, virðist hafa haldið miklu af völdunum í sínum höndum. Nokkrum árum áður hafði hann verið beðinn — eða hann neydd- ur til þess að segja af sér hinu háa embætti. En að tjaldabaki hélt hann gríðarlegum völdum og kom fimm son- um sínum og tengdasyni í embætti æðsta prests. ,,Annas-ættin“ hefur mátt þola slæma dóma sögunnar með- al Gyðinga. Sum af voldugustu öflum Gyðinga- þjóðarinnar á fyrstu öldinni stóðu Þ° utan við opinbert stjórnkerfi. Sértrúar- flokkar voru margir og höfðu þeir sín- ar eigin kenningar og siði. Einum þeirra höfum vér kynnst á síðustu ár- um, þegar ,,Dauðahafs-rollurnar“ fund- ust, en það eru sértrúarbókmenntir hálfgerðrar munkareglu, sem hafðist við í Qumran. Reglubræður leituðust við af miklu ofstæki að uppfylla lög- málið, en túlkuðu ákvæði þess á sinn sérstaka máta. Þeir höfnuðu prestun- um í Jerúsalem, en héldu sína eig|n presta og álitu vígsluröð þeirra gil^3 (svo notað sé nútíma orðalag) °9 þeirra einna. Þeir voru vandfýsnir a nýliða o gtömdu sér mjög stranga11 aga og afar krefjandi siði. Þeir voru ákafir þjóðernissinnar. Ein bókroll3n hefur inni að halda nákvæm fyrirmseli handa herliði, sem ætlað var að berj- ast gegn „sonum myrkursins". Efnl þessa rits er draumórum líkast, en hitt leikur vart á tveim tungum, bræðurnir væntu úrslitabaráttu, encl' anlegs frelsisstríðs, er lyki með sigri Gyðinga yfir fjandmönnum sínum-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.