Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 54

Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 54
fyrra. Þá voru það og tíðindi, að stjórn Samnorrænu kirkjustofnunarinnar (Nordiska Ekumeniska Institutet) kom saman hér til fundar um sömu mundir. Allt það sem fram fór á þess- um menningardögum, var áhugavert og sumt án efa mjög svo merkilegt. Nú er svo langt um liðið, að varla get- ur heitið tímbært að fjölyrða um þennan viðburð. En því er hans getið nú, að þá varð Ijóst það, sem síðan blasirenn betur við augum, að kirkju- fólk á landi hér er meira en lítið tóm- látt oft, þegar hina merkustu erlenda gesti ber að garði. Prestar kveina t. d. gjarna yfir því í sinn hóp, að þeir eigi fárra kosta völ í bókum og námi, en hvar eru þeir, þegar þeim gefst kostur á að blanda geði við erlenda lær- dómsmenn heima á Fróni? Þeirsjást varla. Og svo er um fleiri. Hér virðist einhver andleg heimóttarbrók eða þjóðmetnaðarskyrta, sem vér ætlum seintað vaxauppúr. Kirkjukórasamband Árnesprófasts- dæmis Þá var afmælissöngmót Kirkjukóra- sambands Árnesprófastsdæmis ekki smár viðburður. Það var haldið í til- efni 30 ára afmælis og stóðu að því 10 kórar af fjórtán, sem eru í samband- inu. Sungu kórarnir í Skálholtskirkju 26. nóvember í fyrra, en í Selfoss- kirkju 4. desember. Of langt er um liðið til þess, að unnt sé að segja frá frammistöðu kóranna, en fullyrða má, að kirkjusöngur í prófastsdæm- inu sé í framför. Við þá framfarasögu koma allir þeir, sem í kórunum starfa, en kórstjórar valda að sjálfsögðu mestu. Einar Sigurðsson, kórstjóri og org- anisti Hraungerðiskirkju segir m. a. svo í stuttu ágripi 30 ára sögu Kirkju- kórasambands Árnesprófastsdæmis: ,,Á þessu ári (1977) varð Kirkju- kórasambandi Árnesprófastsdæmis, KSÁ, 30 ára. Stofnfundur var haldinn 29. janúar 1947, að Fagurgerði á Sel- fossi, með þátttöku 7 kirkjukóra í Ár- nesprófastsdæmi. Aðalhvatamaður að stofnun sam- bandsins var Kjartan Jóhannesson, organleikari. Fyrsta stjórn sam- bandsins var þannig skipuð: Anna Eiríksdóttir, Selfossi, formaður, Ing- ólfur Þorsteinsson, Merkilandi, ritari, Ingimundur Guðjónsson, Selfossi, gjaldkeri. Fyrsta framkvæmd, sem samband- ið réðist í, varað efnatil söngmóts, og var það haldið þá strax um haustið, eða 22. nóvember 1947, í Selfossbíói. Vorið eftir gekkst KSÁ fyrir því að halda námskeið fyrir organista í próf- astsdæminu. Námskeiði þessu stjórnaði Róbert A. Ottósson. Það var til húsa heim hjá formanni, frú Önnu Eiríksdóttur, að Fagurgerði.“ Ennfremur segir þar: ,,Á 30 ára ferli KSÁ hafa allmargir lagt hönd að verki um stjórn þess og viðgang. Mestan þátt í mótun og vexti sambandsins hefur fyrsti formaður þess átt, sem jafnframt gegndi Þvl starfi lengst. En formenn hafa verið þessir: Anna Eiríksdóttir, Guðmund' ur Gilsson, Einar Sigurðsson, og nu- verandi formaður er Ragnheiður 132

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.