Jörð - 01.09.1942, Side 4

Jörð - 01.09.1942, Side 4
ÞJÓÐLÍF ANDVARP frá óflokksbundnu sjónarmiði út af stjórnmála- og launadeilum I. Óviti — M GERVALLA JÖRÐINA geysa óskaplegustu og örlaga- þrungnustu átölc þjóðanna, sem sögur fara af. Hver iýðfrjáls þjóð leggur fram alla krafta sína vegna frels- is síns og framtiðar og öryggis almennra mannréttinda. í öllum lýðfrjálsum löndum hafa flokkar og stéttir fellt niður ágreining sinn bg tekið höndum saman. Fórnir eru færðar af einstaklingum, flokkum og stéttum, er eiga sér ekkert. sambærilegt úr sögu seinni alda. Eitt land sker sig alveg út úr í þessum aíeflisátökum j)jóð- anna. Það hefur tvöfaldað þjóðarauð sinn á tveimur árum. Þjóðin ])ar hefur ekki beðið lýðræðisstórveldin um að úthella blóði sínu, en peningagróði hennar er unninn úr blóði þeirra, tárum og sveita. Og sigur þeirra á að geta orðið hennar sigur. Til þess þarf hún j)ó að sýna af sér lágmark siðferðilegs þroska og velsæmis og taka á móti niáðargjöfum friðar og velgengni, þegar öðrum er úthlutað algerri (total) stvrjöld, með þakklæti, hátt og i liljóði, með hófsemd, stillingu og tillitssemi innbyrðis og út á við. En hvernig hagar þjóð þessi sér? Land hennar logar af í'Iokkadráttum og ofsalegri sérdrægni, sem kemur í vegfyrir*) svo að segja alla stillilega athugun, hófsemd, biðlund, til- litssemi og ábyrgðartilfiningu í samkomulagsumleitunum, er fara skyldu fram í vitundinni um, að svo bezt verður eitt- hvað meira en pappírssneplar að skipta á milli sín, þegar öll kurl koma til grafar, að samið sé tafarlaust vopnahlé milli flokka og stétta og hafin allsherjar samvinna innan *) Erindi þetta var skrifað laust fyrir 20. Ágúst s.l. og boðið rikis- útvarpinu, en þvi var hafnað. 194 JÖRD

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.