Jörð - 01.09.1942, Page 14

Jörð - 01.09.1942, Page 14
að nota þær jafnframt henni. Svo er um útgerðina. Það má ekki taka allan striðsgróða frá henni — þ. e. a. s. fyrirtækj- unum. Þvert á móti ætti að öllum líkindum að skilja miklu meira eftir til endurnýjunar og aukningar skipaflotanum — rneð fullnægjandi trvggingum nm, að fénu yrði ekki varið nema eftir tilætlun. Óhrörnandi -- nei — vaxandi skipafloti er hvorki meira né minna en aðal-undirstaða menningarlífs á íslandi — frá hagrænu sjónarmiði skoðað. Flestar fram- kvæmdir, sem rikissjóður nötar fé til, eru minna háttar í samanburði við þetta. Auk þess er það ómetanlegt, að hæfi- leikar og reynsla hinna dáðrökku manna, er staðið liafa fyr- ir útgerð hér é landi, notist áfram. Það á að verða ein af meginreglum hins vænlanlega íslenzka afbrigðis af socialisnia að nola sér frumkvæði, áhuga og persónuleik einstaklings- ins — en til þess verður hann að njóta þess frelsis, sem hon- um er hvorki ætlað í hinum rússneska kommúnisma né hin- um þýzka national-socialisma. S.igri A'esturveldin, Rússland og Kína, þarf ekki að ætla annað, en að fyrirkomulag fram- tiðarinnar verði ofið hæði úr einstaklings- og frelsishyggju hinna veslrænu þjóða og félagshyggju hin'na austrænu. ARIÐ 1000 unnu íslendingar á Alþingi eitt hið mesta þrek- virki í sögu stjórnmála og félagsmála, sem sagan kann frá að greina. Þeir höfðu ekkert fordæmi annara þjóða um það. Það var fullkomlega frumleg heimaframleiðsla. Eru Islendingar þeir ættlerar orðnir á árinu 1942, tárinu, sem þeir höfðu kosið sér til að framkvæma endurreisn hins íslenzka lýðveldis, að þeim sé um megn að gera sambærilegt sam- komulag á sambærilegum örlagatíma? Samkomulag þeirra nú ætti þó að vera þeim mun heilla, sem andleg upplýsing og hverskonar þekking hefur vaxið síðan og kringumstæð- urnar eru, með allan heiminn í háli, jafnvel ennþá örlaga- ríkari. Þorgeir Ljósvetningagoði breiddi feld yfir höfuð sér og luigsaði málið. Barði Guðnumdsson segir, að hann hafi gert meira: hann hafi á sinn hátt sett sig i samband við æðri heim. Vilja ekki leiðtogar íslenzku þjóðarinnar nú og aðrir, er 204 ' jönÐ

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.