Jörð - 01.09.1942, Side 16

Jörð - 01.09.1942, Side 16
| BÓKMENNTIR OG LISTIR | STÓRPÓLITÍK BÓKMENNTIR mundu nú kannski ýmsir álíta, að væri ekki rétta oröið til að tákna bækur þær um stórpólitík, sem JÖRÐ ger- ir að þessu sinni að umtalsefni. Það mun þó sanni næst, að þær séu prýðilega samdar allar saman, og eiga auk ]jess sammerkt i því, að framsetning hinna knýjandi dægurmálefna, sem þær skýra frá, málefna, sem jafnframt hafa stórfellt almennt gildi, er fléttuð inn í sjálfsævisögubrot á hátt, sem er meira og minna listrænn. Jafnframt eykur ])að sannindagildi hinnar almennu umræðu, að kynnast höfundinum þannig um leið. Dr. Hewlett Johnson, dómprófastur i Iíantarahorg: Undir ráð- stjórn. Þýðandi: Kristinn Andrésson, mag. Útgefandi: Mál og menn- ing. Stærð: 304 hls. r> ÓKIN er áróðursrit, en engu að síður athyglisverð fyrir skyn- sama menn. Ber einkurn þrennt til ])ess: i) Höfundurinn er merkur maður: hámenntaður preláti i ensku biskupakirkjunni og hefur óvanalega margþætta lífsreynslu, sem marka má af þvi, að hann er alinn upp á efnaheimili, gerist samt verkamaður og síðan verkfræðingur og framkvæmdastjóri, áður en hann snýr sér að guðfræðinni. 2) Hann skrifar bók sína, áður en Rússar urðu bandamenn Breta. 3) Bókin skýrir frá mörgum hagfræðilegum staðreyndum, er varla verða vefengdar og eru þess eðlis, að skyn- samur maður getur ekki lijá þvi komizt, að vakna til umhugsunar við þær. Þær opinbera honum nefnilega (sem raunar kemur full- skýrt í ljós af hernaðarmætti Rússa nú), að hér er að verki afl, sem ekki verður undan komizt að reikna með framvegis. Og þa betra að hafa einhverja hugmynd, er byggist á raunverulegum upp- lýsingum, um liver þessi stærð er, og svikja ekki sjálfan sig með því, að láta tilfinningar botna hálfan sannleika. Það verður alltaf farsælast, hvort heldur er um vin eða óvin að ræða, að loka ekki augunum fyrir staðreyndum um hann. Bókin er vel skrifuð, en þýðingin virðist ekki sérlega vönduð. Amleto Vespa: í leyniþjónustu Japana. Þýðandi ónefndur. Útgef- andi: ísafoldarprentsmiðja lif. Stærð: 244 bls. 206 JÖRÐ

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.