Jörð - 01.09.1942, Side 42

Jörð - 01.09.1942, Side 42
varla svo aúðvirðilegt starf til, að eklci sé hægt að leggja í það nokkura list. Sumir menn berast mikið á við vinnuna, en láta vaða á súðum, öll vinnan er skipulagslaus, ófögur og subbuleg. Aðrir vinna eftir föstum reglum, skipulega og snyrtilega. Báðir ná ef til vill sama takmarkinu, sama árangr- inum, þótt bitt sé sennijegra, að þeir síðartöldu nái betri árangri; eitt er að minnsta lcosti áreiðanlegt: að þeir hafa meiri ánægju af starfinu en liinir fjærtöldu. Ég lvom eitt sinn í lilöðu til bónda eins á Suðvesturlandi. Það var áð vorlagi, í maímánuði. Það var búið að gefa all- breiða skálc úr öðrum enda hlöðunriar og geil með öðrum ldiðarvegg, en mjög vænn stabbi af sílgrænni töðu var eftir í blöðunni. Þetta vakli þó ekki sérstaka athygli mína, lieldur Iiitt, bvílík umgengni var í hlöðunni. Ileystálið var alveg lóðrétt og var þó mjög hátt, alveg eggslétt, svo að hvergi sást á því minnsti vindingur, gúll eða dæld. Það var eins og beflaður veggur, sem gerður hefur verið eftir nákvæmum liallamæli. Við getum látið það liggja milli hluta, bvort slík nákvæmni befur hagnýta þýðingu, en bitt efa ég ekki, að bún hefur sálfræðileg áhrif. Bóndjnn liafði auðsjáanlega lagt sál sína í vinnuna, nolið starfsgleðinnar í ríkum mæli og náð listrænum áhrifum, sem blutu að verka á livern, sem sá. Hugsið vkkur bara til samanburðar heystál, sem allt er í stöllum með djúpum slconsum og linúskum á milli, skakkt og bjagað, og svo sé dálagleg heyslóð á gólfinu í kringum það eins og beiðursvörður kringum allan óskapnaðinn. Haldið þið, að slík umgengni sé vel fallin til að vekja fegurðarsmekk og starfsgleði? Þegar Danir plægja akur, þá leggja þeir mikla áherzlu á það, að plógstrengirnir séu þráðbeinir og jafnbreiðir. Þetta hefur ekki mikla bagræna þýðingu, en þó nokkura og geng- ur venjulega greiðlegar, því bæði menn og skepnur bafa tam- ið sér þessi vinnubrögð. Flestum útlendingum mundi finnast þessi nákvæmni óþörf og engu spillt, þótt smá krókar kæmu á plæginguna, ef um jöfn afköst væri að ræða, en þetta er mikill misskilningur. Það er ekki aðeins skemmtilegt að sjá vel plægðan akur, heldur er það nautn fyrir þann, sem verk- 232 jör£>

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.