Syrpa - 01.09.1911, Page 3

Syrpa - 01.09.1911, Page 3
SYRPA. FRUMSAMDAR, ÞÝDDAR OG ENDURPRENT- AÐAR SÖGUR OG ÆFINTÝR OG ANNAÐ TIL SKEMTUNAR OG FRÓÐLEIKS. I. Arg. 1911. 1. Hefti. Til lesendanna. M I G hefir oít langað til þess, að gefa út tímarit, sem flytti eingöngu sögur, æfintýr og annað smávegis. Hafa þráfaldlega ámálgað það við mig ýmsir yiðskiftavinir mínir út um bygðir íslendinga með fullvissu um að vel gengi út. Því fer SYRPA á stað. Margir góðir menn hafa lofað stuðning sínum, bæði að senda frumsamdar sögur og þýðingar. Og meðal annars á Syrpa von á því að fá ýms æfintýr og söguleg atriði úr lífi hinna fyrstu landkönnunarmanna og frumbyggjara Norður- Ameríku. Annars verður þó aðal-innihaldið sitt af hverju til skemt- unar og dægrastyttingar á kvöldin, þegar annir dagsins eru frá. Alt kapp skal lagt á að gera Syrpu svo úr garði, að hún verði velkominn gestur á hverju íslenzku heimili og nái hylli bæði gamallra og ungra. Það er ætlun mín að láta Syrpu koma út fjórum sinnum á ári fyrst um sinn. Og sé hvert hefti 64 blaðsíður. En ef vel gengur með söluna, þá getur verið að hún komi oftar út. Tíminn leiðir það í ljós. ÓLAFUR S. THORGEIRSSON.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.