Syrpa - 01.09.1911, Síða 5

Syrpa - 01.09.1911, Síða 5
STJARNAN 3 sem stót5u reiöubúnii til aö taka á móti þeim, sem eftir veginum komu. Allir þessir englar, sem biðu, snöru hinum ljómandi ásjónum sín- um til fólksins, sem koinið var með og nokkrir þeirra komu út úr fylk- ingunni, sem þeir stóðu í, og hlupu fagnandi móti aðkomufólkinu, kystu þaö og föðmuða innilega og fylgdust svo meö því inn eftir ljós- göngunum. Þeir voru svo óum- ræðilega sælir hver í annars félags- skap, að drengurinn, sem lá í rúmi sínu, grét af gleði af því að sjá það. Margir af englunum urðu eftir, og meðal þeirra var einn, sem hann þekti. Þýðaog blíða andlitið, sem haföi hafði hvílt á koddanum, svo hvítt og fölt, var nú orðið ummynd- að og dýrölegt. En í hjarta sínu þekkti drengurinn óðara aftur syst- ur sína—innan úr öllum skaranum. Engil-systirin hans beið viö, ná- lægt innganginum og sagði viðieið- toga aökomna fólksins: ,,Er bróöir minn kominn?“ En hann kvað nei við. Engan skugga bar þó á hið skín- andi andlit.þótthún fengi þettasvar, heldur snöri lnín sér við til að fara. Þá rétti drengurinn út handurnar og hrópaði: ,,Ó, systir mín, eg er hérna, taktu niig meö þér!“ En hún leit aö eins til hans með þessu skínandi augnatilliti, og við það vaknaði hatin. Það vár nótt; stjarn- an tindraði í sama staö og áöur, og það stafaði löngum Ijósrákum út frá henni, eða það sýndist svo, þegar hann horfði á hana, meö augun full af tárum. Upp frá þessu hugsaöi drengur- inn sér stjörnuna sem stað þann, er hann myndi fara til þegar hann dæi, og þá fann hann svo greinilega, að hann heyrði ekki einungis jörðinni til, helur líka stjörnunni, því þar var nú andi systur hans. Nokkrum tíma seinna eignaöist hann bróður. En snemma á æfinni —áður en hann kunni að tala nokk- urt orð—-var litla líkamanum varpaö á sóttarsængina, og hann dó. Þá dreymdi drenginn í annaö sinn, að hann sæi stjörnuna opna, lika englafylkingarnar og fólksþyrping- una; og hann sá alveg eins og áöur, englana, sem komu að fagna að- komna fólkinu. Og engil-systir hans sagði við leiðtogann: ,,Er bróðir minn kominn?“ ,,Ekki sá, sem þú átt við, heldur annar“. Og þá sá drengurinn litla engil- bróðurinn sinn í örmum hennar og hann kallaði hástöfum eins og fyr: ,,Ó, systir mín, eg er hérna! taktu mig rneð þér!“ En hún leit til hans brosandi, og þásá hann ekkert nema stjörnuna. Nú óx drengurinn, og varð að ungum manni. Eitt sinn, er hann sat sokkinn niður í bækur sínar, kom til hans gamall þjónn foreldra hans, og sagði: , ,Hún móðir þín er látin. Hún bað mig að bera hjartfólgna syn- inum sínum beztu blessunaróskir sínar. ‘ * Aftur þá sömu nótt dreymdi hann stjörnuna og alt hið sama og áður; og engil-systir hans sagði við leið- togann: ,,Erbróðir minn kominn?“ En hann svaraði: „Móöirþfn er kornin. “ Fagnaðaróp kvað við, frá einni stjörnu til annarrar, út af því, að móðirin hafði aftur sameinast tveim- ur börnum sínum. Hann breiddi út faðminn og hrópaði: ,,Ó, móðir mín, og systir mín, og bróðir minn, eg er hérna! lofiö þið mér meö ykk- ur!“ „Ekki enn,“ svöruöu þau. Og stjarnan tindraði eins og vant var. Nú liÖu nokkur ár og drengurinn var orðinn roskinn niaður, og hár hans var tekið aö grána. Hann sat á stól við eldstæðið, hryggur í hjarta og meö andlitið baðað í tár- um;—þá opnaðist stjarnan fyrir sjón- um hans, einu sinni enn. Engil-systir hans sagði við leið- toga fólksins, sem að streymdi: ,,Er bróðir minn kominn?“

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.