Syrpa - 01.09.1911, Side 8

Syrpa - 01.09.1911, Side 8
6 SYRPA. Ef Verkstjóri tók eitthvaö í si{f, einu mátti g-ilda h ve fráleitt það var, þá sat hann við sinn keip og lét ekki bifast hvaðsem ádundi. Hann var þá þrár eins og sauður, og með ámóta greind, og engan veginn hægt að koma vitinu fyrir hann, þegar hann var í þeím ham. Þannig var honum farið, þessum umsjónarmanni í Clairvaux-fangels- inu. Með slíkum stálhamri ætlar þjóðfélagið sér að kveikja neistann tii nýs lífs hjá föngum sínum. Það var einn dag, að verkstjóri sá, að Claude var venju fremur hnugginn í bragði. Hugur hans var allur hjá stúlkunni hans, því hann unni henni hugástum. Verk- stjóri brá þá á glens við hann, hon- um væri ekki til neins að vera að hugsa um hana framar. ,,Mér er sagt, að hún hafi í fyrst- unni reynt að vera sér út um vinnu, en þegar það tókst ekki, þá greip hún til þess að hún er dálagleg, stúlkan. N’ú á hún sérmarga kunn- ingja”. Claude skifti litum og fölnaði. ,,En hvað er uni barnið mitt’,, spurði hann svo rólega. ,,Enginn veit hvað um það er orðið”, svaraði hinn, af létta. Claude virtist venjast við fangels- isvistina eftir nokkra mánuði og sinna engu öðru. Hann vrti sjaldan á menn og barst aldrei á. Hann var nærgætinn í sér að upplagi og fyrir þá sök alla jafnan alúðlegur í viðmóti og alvarlegur; en jafn framt því var eitthvað stoltlegt og fyrir mannlegt í fasi hans, svo félagar hans höfðu ekki í full.u tré við hann og litu upp til hans. Þeir báru vandkvæði sín upp fyrir honum allir saman, eins og þeir höfðn komið sér sam’an um það í kyrrþey, og vissu þó sjálfir ekki í rauninni, hví þeir voru að leita ráða hans. Þeir fóru eftir tillögum hans, dáðust að hon- um. og reyndu að líkja eftirhonum. Lengra er ekki hægt að komast í metum manna, Sýnir það bezt hvað mikið var í manninn spuntiið, að hann skyldi geta gert alla þessa óstýrilátu ribbalda auðsveipa sér. Valdi þessu náði hann á þeim smá saman án þess að sækjast eftir því og jafn vel svo, að hann sjálfar vissi ekki af í fyrstu. Ef hygginn maður á saman við þá að sælda, sem ráðlitlir eru, þá fer svo jafnan, þegar til lengdar læt ur, að fáráðarnir sveigast með und- irgefni og aðdáun að stjórn hygg- inda mannsins og láta hann ölluvið sig ráða. Það er lögmál aðdráttar- aflsins, sem enginn fær móti staðið. Því var það, að Claude réð lögum og lofum og allt laut boði hans og banni á vinnustofunum, áðurenliðn- ir voru fullir þrír mánuðir frá því að hann kom þangað. Hann var þar eins og konungur eða hernuminn páfi í kardínála sveit fremur en fangi. Vitaskuld hlaut hann óþokka fanga- varðanna. Það eru eftirköstin sem bíða þeirra, sem fá meðhaldog hylli félaga sinna í fangelsi. Þau bregð- ast ekki. Óþokkinn sprettur upp í slóðafari vinsældanna og velvild þrælanna dafnar af hatri yfirboð- aranna. Claude var þurftarfrekur og mat- maður mikill. Honurn nægði varla einn dag það, sem tveimur mundi yfri nóg. Herra de Cotadilla var álíka matmaður og var vanur að hafa það í skopi. Honum varhægt að skopast að því, því hann var spánskur stórbertogi og átti fé svo þúsundum skifti, og var ekki nema dægradvöl að því að fvlla svanginn, en öðru máli er að gegna um verka- manninn. Honum er það þung- ur skattur að fylla svangana, fang- anum er það ógnar ókjör, því hann getur ekki við það ráðið. Claude þrælaði allan daginn til að hafa of- an af fyrir sér, meðan hann var frjáls maður og kýldi svanginn á á kvöldin með fjögra punda brauði. í fangelsinu þrælaði hann líka endi- langan dagintt, en þar fékk hann aldrei meira í sig en hálft annað pund af brauði og 6 lóð af kjöti. Hann var þar bungraður alla jafn- an, leið beinlínis sult, en hann hafði

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.