Syrpa - 01.09.1911, Page 13

Syrpa - 01.09.1911, Page 13
CLAUDE GUEUX 11 Hann heyrði fótatak á eftir sér og- snerist hvatlega viö. Þaö var Claude. Hann hafði gengiö þegj- andi á eftir honum. ,,Hvað viltu hingað?” sagði hann og bisti sig. ,,Snáfaðu á þinn stað”' Hann talaði til hans eins og hann væri að tala til hunds. ,,Mig langar til að tala við yður, herra verkstjóri”, svaraði Claude hógværlega. ,,Um hvað þá?” ,,Um hann Albin”. ,,Nú er heima! Sólarhringarnir þrír hafa þá ekki dugað þér”. ,,Herra verkstjóri, lofið þér mér að fá Albin aftut”, svaraði Claude í bænarróm. ,,Það er ekkl hægt”. ,,-Eg grátbæni yður, aðgeraþað”, sagði Claude í svo klökkum róm, að jafnvel steinhjarta hefði viknað við. ,,Þá skal eg vinna vel. Þér skuluð sjá það. Þér eruð frjáls maður. Yður gerir það ekkert til. Yður er ekki vina vant, rn eg á ekki nema Albin einan. Hann gaf mér mat með sér; nú svelt eg. Hvið gerir yður það til, að tveir séu saman í sama herbergi, Claude Gueux og hinn Albín að heiti. Verið miskun- samir herra. í guðsbænum lofið þér mér að fá hann. Egverðhung- urmorða”. ,,Eg geri það ekki. Eg er búinn að segja þér það. Skilurðu það. Snautaðu burtu frá niér”, svaraði verkstjóri í reiðiróm, og lét sér nú ótt og greiddi sporið, Claude gerði hið sama. Þeir höfðu færzt að út- ganginum í hinum enda stofunnar, meðan stóð á tali þeirra. Þjófarnir, áttatíu og einti, horfðu á og stóðu á öndinni af hræðslu. ,,Segið þér mét, að minsta kosti, hví þér stíjið okkur Albin sundur”, sagði Claude. ,,Eg er búinn að segja þér það. Af því að —” Hann sneri snerlinum og ætlaðiút. Claude færði sig frá við svar verk- stjóra. Þjófarnir áttatíu og einn horfðu höggdofa á hann taka fram öxina. Hann reiddi hana og hjó verkstjóra í höfuðið áður hann fengi komið upp nokkru hljóði, þrjúhögg í sömu undina, þar til í heila stóð. Verkstjóri féll og um leið reið hon- um fjórða höggið og sneið niður andlitið. Þá var eins og berserks- gangur kæmi á Claude, svo hann hamaðist og fietti sundur hægra lærinu meb fimta liögginu. Það var þarfiaus áverki, því verkstjóri var dauður. Þar næst snaraði Claude frá sér öxinni og sagði: ,,Og nú er hinn”. ,,Hinn” það var" hann sjálfur. Hann tók litlu skærin úr vasa sín- um og lagði sig í brjóstið með þeim, áður en nokkur félaga hans fengi ráðrúm til að aftra því. En kjálk- arnir voru stuttir og hann síðu þykkur. Hann lagði sig með þeim hvað eftir annað og æfti hástöfum grátandi: ,,Get eg ekki hitthjarta- ræfilinn í mér”. Hann hneig að lok- um niður, lagandi í blóði sínli. Hver þeirra varð nú hinum að bana? Claude lést að vísu ekki í þetta siun. Hann ætlaði af einhverjum ástarhégiljum að drepa sig á litlu skærunum, en þau dugðu ekki til þess. Hinn raknaði við sér aftur og var þá kominn í sæng, vafinn líni og umbúðum og bjástrað að honum á alla lund. Hjúkrunar- nunna stóð yið fótagaflinn og lög- regludóiuari laut ofan að honum og spurði af mestu alúð, hvernig hon- um liði. Þar næst spurði hann, hvort hann hefði drepið verkstjóra. ,,Já”, svaraði Claude. ,,Hversvegna drapstu hann’,, spurði hinn. ,,Afþví að—” svaraði Claude. Sár hans voru ekki hættuleg í fyrstu, en síðar hljóp drep í þau. Hann tók ógurleg hitasótt og lá fyrir dauðans dyrum. Ilonum var hjúkrað og helt í hann meðulum allan nóvembermánuð, desember, janúar og febrúar. Hann var um- setinn af læknum og málaflutnings- mönnum. Læknarnir lögðu sig fram alt hvað þeir gátu til að koma honum aftur Jil heilsu, hinir spreittu

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.