Syrpa - 01.09.1911, Síða 14

Syrpa - 01.09.1911, Síða 14
12 SYRPA. sig til að taka af honum lífiö áhögg'- pallinum. Hann var oröinn albata 16. marz og' mætti þá fyrir sakamálaréttin- um í Troyes. Sækjandi sakar haföi látið fylla dómsalinn meö byssustingjaliði því öllu, sem til var í borginni. Ekki mundi af veita, sagði hann, til aö halda þeim fantalýö í skefjum, sem riöinn vseri viö þetta mál. Þegar málið var tekiö fyrst fyrir, kom heldur en ekki óvenjuleg vand- ræöi fyrir. Enginn af þeim, sem veriö höföu á vinnustoíunni 4. nóv. vildi bera vitni. Dómarinn hótaöi höröu. Þaö kom fyrir ekki. Þá sagöi Claude þeim, að bera þaö sem þeir vissu. Þá skýröu þeir frá því, sem þeir höföu séð. Claude hlýddi á meö mesta athygli og rifj- aði upp atvikin, þegar svo bar við, að einhver slepti úr hvert heldnr var af gleymsku eÖa vild til hans. Albin var kallaður. Hann reik- aði á fótunum þegar hann gekk inn í dómsalinn og grét hástöfum og féll í faðm Claude, áöur en varö- menn fengi svifrúm til að fyrirbyggja það. Claude studdi hann og sagði um leð og hann sneri sér aö sækj- atida: ,,Þetta er nú þorparinn, sem gaf mér mat sinn meö sér, þegar eg svalt”, laut svo niður og minntist við Albin. Eftir að vitnin höfÖu verið leidd og sækjandi og verjandi höfðu tal- aö í málinu, stóð Claude upp. Hanu talaöi svo, að allir dáðust að, sem á heyröu. Engum gat bland- ast hugur um, að í honum bjó mælskumaöur fremur en moröingi. Hann talaði í skýrum róm og sann- færandi; augu hans voru skír, ein- aröleg og einbeitt, á stundum bar hann til hendurnar til að veita frek- ari áherzlu því sem hann sagði. Hann hermdi frá atvikum eins og þau voru, hispurlaust, alvarlega og skreytnilaust. Stundum tókst hon- um upp, svo fólk viknaöi við. Kon- ur hágrétu og karlar hvísluðust á. Honum þótti aö eins einu sinni. Þaö var þá er sækjandi sagði, að hann hefði myrt verkstjóra óáreittur. ,,Hvaö eruð þér að segja”, sagði Claude. Ekki gert neitt á hluta minn. Nú er heima. Nú skil eg. Ef drukkinn maöur gefur mér á hann og eg ber hann aftur í staðinn og drep hann. Það er mér málsbót. Eg var áreittur aö fyrra bragði og er dæmdur til hegningarvinnu. Oðru máli er að gegna, sé maður ódrukkinn og als gáður, þó hann kvelji mig samfleytt í fjögur ár, srnáni mig og geri gys að mér. Eg unni stúlku, hún svalt, eg stal fyrir hana. Hann storkaði mér á henni. Eg átti barn og stal til að gefa því mat. Hann hæddist að því. Eg fékk ekki nóg að éta; vinur minn gaf mér mat sinn. Hann tók• vin minn frá mér. Eg bað hann að lofa mér að fá hann aftur, hann snaraði mér í svartholið í staðinn. Eg sagði honum, að eg sylti; hann svaraði mér að eg væri sér leiður. Eg drap hann. Eg er óskapa níð- ingur. Eg er morðingi. Eg var ekki Areittur að fyrra bragði og er maklegur að koma undir fallöxina. Látum svo vera, bezt að svo sé. Honum var dæmt líflát af þeim tólf bætidum, sem kviðdóminn sátu. Hann vildi ekki biðja náðunar. Yngsta nunnan, sem hafði stundað hann þar til hann var albata, fór til hans og bað hann aö beiðast náðun- ar. Hann tók þvert fyrir það. Hún bað hann með tárvotar kinnar aö gera það fyrir sínar sakir. Hann færöist nndan í lengstu lög. Loks- ins skrifaði hann undir náðunar- beiðni, en þá var fresturinn útrunn- 'inn fyrir fáum mínútum. Nunnan var honum svo þakklát fyrir bæn- heyrsluna, ;tð hún gaf honum fimm franka. Hann tók við peningununi og þakkaði henni fyrir. Meðan stóð á náðunarumleituninni, var honum boöið aö koma honum und- an. Hann vildi það ekki. Nagla vírspotta og skjóluhaldi var rent niður um loftræsið í klefa hans. Hvert þessara íthalda heföi dugaö

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.