Syrpa - 01.09.1911, Qupperneq 18

Syrpa - 01.09.1911, Qupperneq 18
16 SYRPA. II. KAFLI. Óheilla ginnningf námanna týndu. Pedro d’Anhaya var æfintýra maö- ur. Dag einn reikaði hann um ströndina við Lissabon og virti fyrir sér skipin á höfninni. Hann kom óvænt auga á gamlan vin og félaga er hann hafðí ekki séð í mörg ár. Það var auðséð að aðkomumaður var nýkominn úr langri sjóferð. D’Anhaya klappaði á öxl honum og ávarpaði hann: „Þú hefir verið lengi að heiman. “ ,,Álíka lengi og fioti Salómons,11 sagði sjómaðurinn, ,,og fór sömu leið“, þeir leiddust eftirströndinni. ,,Þá hefirðú farið til Ófír,“ ans- aöi hinn í efunarróm, ,,og vitirðu hvar það land liggur, ertu sannur lánsmaður11. ,,Lánsamur ólánsmaður, vinur minn. Eg veit að vísu hvar Ófír liggur, en eg þekki hættur þess lands og torfærur. Það hefði ef til vill verið betra fyrir mig, að komast ekki eftir þessum leyndardóni, því nú hlýt eg að hætta lífi rnínu og að týna því í leit eftir gulli landsins. Saga mín er kynleg, mjög kynleg“. Þetta vakti sterka forvitni hjá d’Anhaya. Hann spurði og spurði, þar til hann, um síðir hafði veitt allasöguna upp úr sjómanninum. Hann hafði verið einn af fiokk manna er siglt hafði suður með Afríku austanverðri, til staðar þess, er Sofola kallast. Þar höfðu þeir komist í kynni við innlenda menn, er færðu þeim fjaðurstafi fylta með gulli og sögðu frá gullfjalli einu inn í landi er skein svo í geislum dags- sólarinnar, að ofbjart var á að horfa. Fjalliö' var kaliað Fura og landkönn- unarmennirnir þóttust þess fullvissir að það nafn væri afbökun á orðinu Ófír, og að þeir um síðir hefðu fund ið veginn til þess undra gulllands. Þeir höfðu verið neyddir til að snúa til baka, því ekki var óhætt svo fá- um mönnum, að ferðast um héruð herskárra villimanna; en eina sönn- unin fyrir sögu þeirra voru fjaður- stafirnir með gullduftinu. Hugir Evrópumanna voru um þessar mundir fullir af sögum þeim, um ótæmandi auð, sem sagður var að finnast í Ameríku, meginlandi því er Columbus þá hafði nýfundiö, og sögum líkum þeirri er sjómaður- inn víðförli sagði, var fljótt trúað. Pedro d’Anhaya trúði sögunni og af- réð að afla sér fjár og frama. Hann var maður allvelauðugur, er mátti sín talsvert, og tók hann að stofna til leiðangurs til gullfjallsins. Um síðir lögðu tvöeða þrjú hundr- uð manna á stað frá Lissabon til Sofola. Gamli sjómaðurinn var í förinni. Þeir bygðu sér virki í flóa einum á fljótsbakka, en um þær stöðvar er hætta af völdum hitasótt- ar. Frá þessu virki lögðu þeir svo af stað inn í landið. Fáar mílur frá vígi sínu mætti þeim flokkur Mára, bönnuðu þeir aðgang að landinu og þóttust eiga fullan rétt til landsins, þar sem þeir hefðu komið þar fyr. Það sló í bardaga. Márarnir voru höggnir niður, þar til enginn stóð uppi af flokki þeirra. Svertingjar, sem bjuggu á þess- um slóðum sögðu tælandi sögur. Þeir kváðu ekki einungis- gullfjöll finnast í landinu, heldur væri þar dalur einn langt inn í landi, þar sem hnefastórir gullmolar lægju í hrúg- um, gullflögur þektu jörðina og svo væri mikið gull í jörð niðri, að vax- andi trjárætur þrýstu því upp á yfir- borðið. Leitarmenn fylltust fögnuði og vongóðir og hughraustir héldu þeir áfram, yfir fen og mýrar, inn í þögla, sólarlausa stórskóga. Þeir hugs- uðu ekki um hættu þá, er þeim staf- aði af þúsundum herskárra Zulu- manna, er biðu þeirra alvopnaðir. Það leið ekki á löngu áður hersveitir þessar tóku að ráðast á þá, og reka þá af höndum sér, og að litlum tíma liðnum varð d’Anhaya og menn hans að leita sér skýlis í virki sínu við fljótsmynnið, en allir vegir inn í landið voru varðir grúa vopnaðra villimanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.