Syrpa - 01.09.1911, Side 20

Syrpa - 01.09.1911, Side 20
18 SYRPA hvar. sem hann var, og þó örfar féllu sem drífa, sakaöi engan mann innan fimm eöa sex faðma. Máttur krossinsreyndist yfirsterk- ari galdraþulu kerlingar, því innan skams féll skassið dauð fyrir kúlnahríðinni, og sneru þá Kaffir- arnir brátt á flótta. En svertingjarnir uröu aö lokum yfirsterkari, því hitasóttin gekk í lið með þeim. Eftir bardagann höfðu Portugalsmenn sextíu særða aö sjá um og flytja með sér, og voru þar að auki að þrotum komnir með vistir og vatn var ónógt. Fyrir framan þá lá auön mikil stórgrýtt og skógi þakin, og áræddu þeir ekki að halda áfram. Boð gekk út að halda til baka og þeir sneru við sama veg og þeir höfðu komiö frá fljótinu. Drykkjarvatn þeirra var stööu- pollar, hitaðir af sólargeislunum og þaktir grænu slími, Tala þeirra sjúku varð brátt svo stór að engir voru til að bera þá. Þeir þurftu að ganga sjötíu mílur og rötuðu í hræðilegar raunir, en um síöir komst smáhópur af þeim soltinn og las- burða þangað sem skilið hafði veriö við bátana. En stærsti óvinur þeirra, hitaveik- in, fylgdi þeim eftir. Eftir aö til Sena kom fækkaði þeim dag frá degi. Jafnvel krossmark föður Monclaro mátti ekkert á móti henni. Áöur langt leiö var hver maður veikur, en flestir dánir. Barreto gekk milli þeirra sjúku, hjúkraöi þeim sjálfur og hughreysti, en innan skams veiktist hann líka. í viku þjáðíst hann. í strákofa um miðnæturbil dró herforinginn síðast andann. Hann, sem virtist svo nærri því takmarki kominn að finna auöugustu náma heims, lést þar blá- snauður í auðn Afríku. Áratugir liðu og engan fýsti að leita náma Salómons. í þrjár aldir mundu Evrópumenn of vel eftir for- lögum Portugalsmanna til að hætta sér út í leit eftir fjallinu Fura. Um síöir komu þó fregnir af merkileg- um stórbæ inn í miðri Afríku, borg- inni Timbuktú, þar skein sólin á gylt þök húsanna, oggull mátti tína upp á götunum. Sagan sagði að konungurinn í Timbuktú notaöi gullklöpp fyrir hestastein. • Evrópu- menn þóttust þess fullvissir aÖ Tim- buktu væri í Ófir, landinu löngu týnda. Áriö 1811 kom hvítur maður fyrst til þessa bæjar. Þaö var brezkur sjómaður, er beöið haföi skipbrot við strendur norðausturhluta Afríku, og verið fluttur með öðrum þrælum inn í landið. Til Timbuktú var hann fluttur. Eftir nokkurn tíma slapp hann úr þrældómi og komst til Englands. Margar undarlegar sögur sagði hann um bæ þennan, og kvað flestar sagnir þaðan myndu sannar, þó ótrúlegar væru, nema hvaö hann staöhæföi ekkert viðvíkj- andi því aö gull kynni að finnast þar. Þó sögur hans væru lítt trú- anlegar hafa seinni tíma rannsóknir fært sönnur á margt er hann sagði. Árið I826 komst yfirforingi Laing til bæjar þessa. Hann hafði búist við aö finna þar höfuðstaö Ófírs, en í- búar staöarins réöust á hánn og mytru hann. Tveimur árum seinna komst þangað franskur ferðalangur, Rene Cillie. Sagði hann, er hann kom til baka, hrífandi sögur af mik- illeik og prýði borgarinnar, en ekki hvað hann mikið um gull á þeim stöðvum. En frásögur hans voru líka oröum auknar, og nú vita menn að Timbuktú var ekki stór- borg, og að sagnirnar um gull og auöæfi voru áengum rökum bygðar. En merkileg saga er sögö um aldraöan skipstjóra og járnkassa, er hann hafði í fórum sínum. Veturinn 1833 kom, eitt kvöld, gráhærður maður sólbrendur í and- liti nteð vaggandi göngulagi, til veitingahúss nálægt Thames ánni í Lundúnum og beiddist gistingar. Maðurinn var auðsjáanlega sjómað- ur. Hann haföi ekki farangur ann- an en fatabagga undir annari hendi ogjárnkassa unnir hinni. Hann dvaldi þarna í nokkrar vikur, en talaöi fátt um hagi sína og gaf sig

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.