Syrpa - 01.09.1911, Page 25

Syrpa - 01.09.1911, Page 25
NÁMUR SALÓMNS 23 Því ætti hvítur maður að æskja eftir að ^anga út í opinn dauðann? Marga rannsóknarferð fór fíla- beinssalinn um musterið gamla, hina hrundu borg og kastalann á hæðinni. Kastalinn var undrastað- ur. Þar fann hann gang einn sem að eins einn maður í einu gat farið eftir, en til hverrar hliðar hans risu tuttugu til þrjátíu feta háir veggir. Markverðari fundtir var þó herbergi eitt, er notað hafði verið tíl gull- bræðslu. Deiglur þeirra, er þar höfðu unnið til forna, voru þar enn. Önnur herbergi fann hann, er lik- legt var að notuð hefðu verið fyrir fjárhirzlur og hér og þar lágu smá gullmolar. Sumstaðar fann Arner- íkumaðurinn gulltölur dreifðar um, eða skrautgripi úr undnum gullvír og hann hugsaði til þess fádæma auðs, sem fornþjóð þessi hlyti að hafa haft með höndum, fyrst hún hefði farið svo hirðuleysislega með gull sitt — annað hvort það, eða eitthvert óhapp hafði borið þeim suögglega og óvænt að höndum. Adam Renders bjó í þrjú ár meðal Makalanganna. Hann bygði sér kofa á stalli einum í bjargi miklu, er slútti fram og varði kofann fyrir regni. í kofa þessum lagðist hann veikur og dó. Hann komst aldrei eftir leyndarmálinu um veginn til hinna undarlegu náma. Áður enn hann dó, hafði þó sag- an um fund Zimbabwe borist til hins mentaða heims og áður langt leið komu vísindamenn að kanna hina fornu borg, ef vera mætti að þeir gætu komist eftir aldri hennar og hverir bygt hefðu. Niðurstaðan sem fornfræðingar þessir komust að var að fílabeinskaupmaðurinn hefði fundið borgina, þar sem fjárhirzlur Salómons höfðu staöið. Þeir full- yrtu að á sínum tíma hefði hún ver- ið ein af stórborgum heimsins. Rúm tuttugu ár liðu, og enginn raskaði ró þeirri, er ríkti í Zimba- bwe. En með byrjun tuttugustu aldar komu brezkir fræðimenn með hóp verkamanna, að reyna að kom- ast eftir leyndarmálum, er borgin hefði að geynia. Verki þeirra er enn ekki lokið og enginn getur gizkað á hvaða undrasögur hinar fornu t úst- ir eiga enn eftir að segja. En ár- lega er nýju ljósi kastað á sögu hinn- ar öldnu borgar og merkilegri er saga sú álitin með hverju ári. Allar rannsóknir benda til þess að íbúar borgarinnar hafi til forna veriö hundruð þúsunda og að hún hafi veriðfjarskalega auðug aðgulli. Alt af eru nýjir munir úr gulli að finnast. Og það þykir næstum full- sannað, að hér sé fundin borg sú, er hinn auðugi Gyðinga kóngur fekk fé sitt frá. En ekkert hefir fundist í Zimba- bwe, sem gefi til kynna hvar nám- arnir hafi verið. Að vísu hafa fund- ist gömul námagöng í hæðunum í kring og úr þeim hefir auðsjáanlega gull verið tekið á liönum öldum, en þau eru ekki hinir nafnfrægu gull- hellrar, sem leitað hefir verið öld eftir öld. Jerúsalenisborg hlýtur að hafa fengið auð sinn úr öðrum ríkari námum. Ef ntúrar Zimbabwe aðeins mættu mæla, hvaða sögur gætu þeir ekki sagt af dýrð þeirri, er þar ljómaði fyrir þrjú þúsund árum? Sá auður sem þeir gætu bent gullleitarmönn- um nútímans á! IV. KAFLI. Lóbengulakóngurbannarleitina. Suður í Cape Colony bjó auðmað- ur einn, sem bæði var laginn á að koma ár sinni vel fyrir borð ístund- legum efnum og hafði ríkt ímynd- unarafi og æfir.týraþrá. Maður sá var Cecil Rhodes og hann helir ver- iö nefndur hinn mikli starfsmála og draumsjónamaður. — Cape Colony var orðið of lítið fyrir hann. Hann dreymdi um brezkt stórveldi í hinu myrka meginlandi. Þegar hann horfði á uppdrátt af Afríku og sá hina rauðlituðu tigla hér og þar, er sýndu lendur Victoríu drottningar, varð honum oft að draga höndina frá einum landsenda til annars, frá

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.