Syrpa - 01.09.1911, Side 32

Syrpa - 01.09.1911, Side 32
30 SYRPA. Á aBra hönd stóðu hinir fáu Há- lending-ar tilkomumiklir að sjá, klæddir stuttpilsum og nærskorn- um hásokkum, eftir venju sinnar eigin þjóöar, hinn forni búningur þeirra var aö Öllu fullkominn, en hvergi þó eins algjörlega lítalaus eins og sá, sem foringi þeirra bar. Hins vegar hófust Búarnir — fimm um einn — ófáguö samsteypa af mönnum í samanburöi viö gimstein- inn úr brezka hernum. Unglingar og aldurhnignir menn stóöu hliö við hliÖ, og bíspertir drenghnokkar samsíöa mönnum í broddi lífsins meö fiaksandi skegg er féll niður á berar bringurnar, en það voru karl- mannleg hjörtu sem þar voru á bak við, hjörtu, sem brunnu af heimilis- og fööurlandsást, hjörtu, sem sjald- an höfðu látiö hugfallast á stundum mannraunanna. Rifflar þeirra hvíldu í fastgreiftum hetjuhöndum. Þeir horföust í augu Búinn og Bretinn. Búinn meö liðsfjöldann, en Bretinn meö byssustinginn. ,,Fram með byssustingina, Gor- donar!“ Þaö var líkast aö sjá sem leiftri brygöi fyrir, þegar karlmannlegu hendurnar gripu um stálið. Byssu- stingirnir féllu í grópið, þeir smullu á hlaupinu eins og elskhuga koss á vörum heitmeyjar sinn- ar. Duna barst frá rifflum Búans, nokkrir menn úr hópi Skota riöuðu eitt fótmál, ruku út af og lágu þar sem þeir voru komnir. Aftur heyrö- ist Skotska fastmælta raustin: ,,lát- um sverfa til stáls, Gordonar“, og ofurhuginn Skozki sótti fram í broddi hinna fáu lagsmanna sinna, sem funuðu af heift og hugprýöi. Búarnir eiga hugrakt hjarta og hver sem leggur þeim bleyöuorð á bak er lygari, en aldrei höfðu þeir áöur séö slíkan berserksgang, aldrei höföu þeir áöur séö manndrápsbyl af holdi og blóöi steypa þeysandi stálbrodda fossum yfir fylkingar sínar. Skotarnir ædduáfram, áfram yfir fallna félaga sína, áfram yfir gjár og gljúfur, áfram til móts viö fjandmennina og í gegnum þá, vaipandi þeim til jaröar eins og eg liefi séö vilta hesta æÖa í gegnutn fullþroskaöan maís akur og brjóta niöur hverja stöng sem fyrir þeirn liefir oröiö. Þaö hvein í byssustingj- unum þegar þeir þrýstust gegnum bringu og bak. Búarnir reyndu aö reiöa byssuskeftin til höggs, en þaö var árangurslaust. VillikiÖlingur mætti alt eins vel reyna aö stanga tígrisdýriö þegar þaö stekkur á hann. Ekkert fær staöist fyrir eldi slíks heiftaræöis. Dregur þú dár aö Búum? Dragðu þá dár aö hálf- um herafla Noröurálfunnar. Því aö aldrei hafa synir Skotlands enn verið brotnir á bak aftur þegar þeir einu sinni hafa komist í færi viö fjandmenn sína. Hvílík hreysti sem þessum berbeinum Skotlands er gefin! Þeir mintust hinnar raunalegu morgunstundar viö Mag- erfontein og þeir ráku stáliö í gegn- um lifur og lungu. Þeir minntust hinna mörgu félaga sinna í gröfun- um á bökkum Modder og þeir vógu fjandmennina upp á byssustingjun- um og vörpuöu þeim eins og hey- visk aftur fyrir sig. Þeir mintust hins ágæta Wauchopes sundurflak- andi af sárum og þeir þrýstu köldu stálinu með hryllilegu braki í gegn- um haus og heila og skildust viö andlitin þannig útleikin, aö jafnvel árar myrkranna myndu hafa hörfaö meö ofboöi frá slíkri sýn. Þeir mintust Skotlands og létu hiö tryll- ingslega herópfeðrasinna bergmála um kvosirnar meðal Afríkufjallanna, unz lagsbræöur þeirra í meginhern- um heyröu þaö langar leiöir í burtu og þeir sneru sér hver til annars meö þessum orðum: ,,Guö hjálpi Búunum nú! Þeir á stuttpilsunun hafa náö í þá meö byssustingjunum“. En þegar þeir fóru aö kanna val- inn til þess aö hafa upp áþeim, sem falliö höfðu, urðu þeir þess áskynja, aö foringi þeirra, hinn hugumstóri Towse meö ljónshjartaö, sem hafÖi Ieitt þá gegnum hina blóöugu braut skyldunnar — veitti þeim eigi fram- ar forustu. Hið göfuga hjarta, sem

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.