Syrpa - 01.09.1911, Side 34

Syrpa - 01.09.1911, Side 34
32 SYRPA. leg-a og einlæglega yfir, votta og segi, aB eg er rétttrúaöur mótmæl- andi, og aö eg, samkvæmt lögum þeim, er skipa, aö mótmælendur einir skuli hásæti þetta hljóta, lofa að fylgja og viðhalda þeim skipun- um, af fremsta megni, sem lög liggja til“. Þar næst gengúr konungur að alt- arinu, leggur hönd á ritninguna og hefir yfir eiðsorð þessi: ,,Það sem eg nú hefi lofað, skal eg með guðshjálp framkvæma og enda‘‘. Þá kyssir hann ritninguna og undirskrifar svo eiðinn. Westminster Abbey. Klausturkirkjan í Westminster, hið einstaklega, sagnfræga minnis- merki kirkjulegrar byggingarlistar, sem vakið hefir aðdáun og undrun allra manna, leikra sem lærðra um- margar aldir, var fyrst reist á sjö undu öld og hét maður sá Selbert, er fyrir verkinu stóð. Bygging þessi var þó að eins kapella til heið- urs Pétri postula og stóð á lágri hæð í mýrunum á bökkum Thames- árinnar. Stærri kirkja var reist þar að kóngsskipun árið 980. Danir eyðilögðu byggingu þá aö mestu; lét því Játvarður konungur góði reisa klaustur og kirkju innan múra hallar sinnar, var bygging sú með sömu gerð og tíðkaðist á Frakklandi norðanverðu og Normandíu. Verki því var lokið árið 1065. Af bygg- ingu þessari stendur nú ekki annað en klefi sá, er sakramentin voru geymd í, yfirbygging svefnstofanna og suðurhluti bogaganganna. Árið 1220 byrjaði Hinrik III. end- urreisn kirkjunnar. Þá varbygður kór, þvergöngin og kapella kvenna, síðar voru þessar byggingar rifnar niður og á rústum þeirra reist kap- ella Hinriks VII. Lengd kirkjunnar, að meðtalinni kapellu Hinriks sjöunda, er 531 fet og mesta breidd hennar 203 fet. Hæð miðhlutans er 102 fet, en turnanna 225 fet. Allir konungar Breta hafa verið krýndir í Westminster Abbey síðan árið 1042 að Játvarður góði var krýndur þar. Margir konungar eru þar grafnir. Umhverfis austurgafl- inn í hálfhring standa níu kapellur merkastar þeirra eru kapellurját- varðar góði og Hinriks sjöunda sú síðarnefnda er ljómandi sýnishorn af byggingalist öndverðrar sextándu aldar. Líkneski af Elízabet drottn- ingu og Maríu Stuart standa í suð- urgöngum kapellunnar. í syðri þvergöngunum og kringum svo nefndan ,,skálda krók“, eru stand- myndir og minnismerki flestra stór- skálda þjóðarinnar og þar og í báð- um göngum aðalkirkjunnar eru minnismerki nafnkendra Breta. Meðal þeirra, er þar hafa verið grafnir fyrir skemstu, eru Maqaulay, Dickens, Bulver og Livingstone. Guðsþjónustur eru haldnar í kirkj- unni dag hvern. Eru sunnudags- guðsþjónusturnar vel sóttar, þó ræða prestsins berist tæpast um alla kirkj- una. Fult nafn kirkjunnar er: The Collegiate Church of St. Peters, Westminster. ÓSKABRUNNURINN. Ekki langt frá Boston í Yorkshire á Englandi er brunnur einn, sem kalla mætti óskabrunn. Trúin bundin vi8 staö þenna, mun leyfar af trjátilbeiðslu, sem tíðkaöist mjög í heiðni. Staðurinn er nefndur Brunnur Helenar helgu og hefir boriö það nafn síðan Rómverjar voru í landinu. Munnmæli ganga, að fólk, er kemur til þessa þornaöa brunns, að bera fram óskir sfnar, fái þær upplyltar, ef það skilur eftir, þó ekki sé nema lítil tætla af fötum sínum, sem fórn og heldur ósk sinni leyndri. Ekki fara elskendur einir og hjátrúarfult sveitafólk pílagrímsferðir til Helenar- brunns. Á sumrum koma oft til staðarins menn og konur vel upplýst og alvarlega hugsandi, sem þegar samferðafólk þeirra snýr við þeim baki, stelast til að hnýta ein- hverju smávegis af klæðnaði sínum um rætur trjánna og bera þögulir fram óskir sínar.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.