Syrpa - 01.09.1911, Síða 35

Syrpa - 01.09.1911, Síða 35
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS. Afkomendur útilegumanna í Ódáöahrauni flytja til Ameríku í byrjun vesturfarahreyflngarinnar á Islandi stuttu eftir 1870. NÝ ÚTILEGUMANNA SAGA eftir handriti Gamla Jóns frá Islandi. FORMÁLI. Æfintýr það, sem hér birtist í fyrsta sinn fyrir sjónum almennings og nefnt er „Dætur útilegumannsins", komst eg yfir af nokkurskonar tilviljan, fyrir rúmu ári síðan. En af því mér fanst það nokkuð nýstárlegt, þá réð eg af að færa það í letur. Það er eiginlega tvent, sem það sýnir og sannar að er til og getur átt sér stað, þrátt fyrir alla vantrú fólks á þesskonar málum, það, að draumar manna séu ekki ætíð eintómt rugl og að þeir konti oft bókstaf- lega frani og hitt, að það ha'fi verið til og séu enn til útilegumenn á Islandi. Um gildi sögunnar aö öðru leyti hefi eg ekkert að segja. Það getur hver dæmt um það eflir eigin vild. Með óskum beztu til þeirra, sem hafa gaman af að lesa sögur og i von um, að saga þessi stytti öllum söguvinum nokkrar leiðindastundir. Er eg yðar allra, með vinsemd, GAMLI JÓN FRÁ ÍSLANDI. f kring um áriö 1875, bjuggu tveir bræöur norður í Þingeyjarsýslu, en ekki er getiö nafna þeirra. Þeir voru vel fjáöir, bæöi aö löndum og gangandi fé og voru þar af leiðandi í áliti miklu, bæöi í sinni eigin sveit og nálægum héruöum. Þeir höfðu margt lijóna, sjaldan færri en sex vinnumenn og stundum fleiri, og voru þeir vanalega af betri sortinni úr vinnumannarööinni. Jörð sú er bræöur þessir bjuggu á, var bæði stór og umfangsmikil. Náði annar endi hennar til sjávar, en hinn lengst inn á öræfi og þar gekk geldfé bræöra þessara á sumrum, því þar voru hagar góðir og víðlendi mikið; Þar var og einnig afrétt flestra sveit- arbúa og ráku þeir fé sitt þangað á vorin, en sntöluðu því aftur saman á haustum; urðu þá stundum mis- jafnar heimtur hjá bændum. En þegar það kom fyrir, fóru æfinlega einhverjir hraustir menn í eftirleit, sem oftar hafði góðan árangur, sérstaklega þegar vel viðraði og ekki snjóaði mjög snemma á fjöll- um uppi. Um þær mundir sem saga þessi gerðist voru tveir vinnumenn hjá bræðrum þessum, sem hétu Einar og Bjarni. Haföi Bjarni þessi dval- ið þar í 10 ár og var álitinn hið bezta og trúverðugasta hjú. Hann var stór maöur vexti og ramur að afli; en ekki var hann áð því skapi fimur

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.