Syrpa - 01.09.1911, Page 37

Syrpa - 01.09.1911, Page 37
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS. 35 f«cru í éftirleit, og freistuðu ef þeir g'ittu fundið eitthvaö af fé bygðar- manna. Var Bjarni strax til meö að far;i í þá för og eggjaöi frekar' en latti. Báru þeir nú þetta mál upp fyrir húsbændum sínurn og varð það að ráði, að þeir skyldu fara tveir einir, næsta mánudagsmorgun, og hafa með sér nesti og nýja skó og annan útbúnað, sem entist ítíudaga. Áttu þeir að flytjá fórur sínar í nokk- urskonar sæluhús, eða kofa, sem lá inn á afréttinni og góðar tvær dag- leiðir frá heimili þeirra. Þarna var gert ráð fyrir að þeir dveldi um næt- ur, en gengju á daginn í ýmsar áttir þangaö sem helzt var von, að fé gæti verið og héldu síðan heim nær leitinni va ri lokið. Nú er þar til máls að taka að þeir lögðu á stað, éins og ráð var fyrir gert, á mánudaginn fvrstan í vetri. Höfðu þeir með sér nægan forða, sem þeir óku á léttum sleða, einnig skíði og duglega broddstafi; eina bySsu og 2 hunda, og segir ekkert af ferð þeirra, fyr en þeir koma í kofann. Var það síðla dags, á þriðju- daginn og töldu þeir ferðina háfá gengið mæta vel, enda var fa rð hin bezta, cn þeir frískir til gangs, báð- ir á bezta aldri, Einar 24 ára en Bjarni 27. Nú verður fyrst að segja frá, hvað gerðist í kofanum þessa fyrsiu nótt, sem þeir félagar tóku niðir þar. Þ ;ir höfðu með sér eldfæi i og t;eki til að hita sér kaffi, en nægur eldi- viður og vatn, \-ar við íiendina. Þeir kveiktu nú llós ákertum sínum löguðu ekl á hlóðum, bjuggu sér góðan kveldverð og lögðust síðan til hvílu í öðrum cnda kofans. Sofn- uðu þcir nú brátt, því þeir voru orðnir hálfþreyttir, eftir langa göngu, svo að segja í þrjú dægur. Látum þá nú hvílast og njóta drauma sinna. Er þeir félagar höfðu gcngið til náða, sofnuðu þeir skjótt, því þeir voru þreyttir eftir göngulagið að heiman og akstur farangursins, sem þeir höfðu með sér. Var því ekki mjög langt liðið nætur, þegar Einar tók að dreyma; eftir hans eigin frá- sögn : ,,Þann sæluríkasta og ynd- islegasta draum, sem hann hafði nokkurn tíma dreymt”. Hann dreymdi að þeir félagar gengu frá kofasinum, snemma um morguninn, og þegar þeir liöfðu gengið stundar korn, að þeir skildu; gekk Bjarni þá til norðvesturs, en Einar hélt í suð- vestur átt og eftir litla stund, voru þeir horfnir hver annars sjónum. Nú fanst Einari að hann ganga lengi, lengi, og varð ei neins var, þar til hann kom að fjalli einu, sem lá frá landsuðri til landnorðurs; var fjall þetta b;eði hátt og frítt. Honum virtist það alt vera grasi og víði vax- ið, lengst upp eftir hlíðum, en fag- urt standhamrabelti að ofan, líkt og kóróna, á voldugum konungi. Jafn fagurt og tignarlegt fjall, hafði hann . aldrei séð og eru þó mörg fjöll fall- eg á Norðurlandi. Hann gekk nú upp í fjallið og alt npp í miðjar hlíð- ar þess. Þar settist hann niður, til þess að líta yfir landið, sem lá með fallinu, scm honum virtist þá alt vera ein grasi vaxin slétta og hin blómlegasta yfir að líta. Honum fanst sólin skína í heiði og þýður snhnanvindur leika um vanga sína og fuglarnir syngja yndæla sumar- söngva. Þannig sat hann nú stund- arkorn og var að virða fyrir sér og dáðst að 'fegurð og yndisleik nátt- úrunnar við þetta fagra fjall. Hon- um fanst hann aldrei hafa stígið fæti sínum á fegurri blett, hér á þessari jörðu, og jiarna hefði hann óskað sér að mega lifa og deyja, ef þessi staður hefði legið svolítið nær mannabygðum, því hann vissi vcl, að hann var staddur lengst inn á öræfum, en því meiri undrun vakti það honum, hvað alt gat verið þarna yndislegt. Þegar hann hafði setið þarna góða stund, og virt fyrir sér alt, sem hægt var að sjá, svo langt sem aug- að eygði, tók hann eftir því, að ein- hver kom ríðandi sunnan með fjalls- hlíðinni og reið sá hvatlega. Það leið því ekki á löngu þar til fundum þeirra bar saman. Sá þá Einar sér

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.