Syrpa - 01.09.1911, Page 42

Syrpa - 01.09.1911, Page 42
40 SYRPA. komið fyrir af manna völdum. Þeir litu inn yfir steininn, sem náði varla nreira en miðja vegu upp í hellismunnann og þó þeir sæju þar ekkert fyrir myrkri, þá samt sann- færði ódaunninn þá um, að eitthvað rotið var þar inni fyrir. Þeir kveiktu nú á eldspítum og lituðust um fyr- ir innan klettinn og sáu þar margar beinagrindur, en lyktin var óþol- andi, svo þeir hröðuðu sér út hið allra fyrsta. Þegar hér var komið, var dagur liðinn að kvöldi og því óhugsandi að ná til kofans. Tóku þeir því það ráð, að leita uppi einn af smærri hellisskútunum, til að berast þar fyr- ir um nórtina. Tókst þeim það greiðlega; bjuggu þeir svo um sig þar eftirbeztu föngum, átu mat sinn lögðust síðan niður, lásu bænir sín- ar og sváfu svo að kalla draum- laust, til þess dagur rann næsta morgun. Ekkt er þess getið, að þeir hafi rætt mikið um þenna fund sinn, eða framkomu draurpsins um kvöldið, því bæöi voru þeir þreyttir af göng- unni um daginn og líka í meira lagi forviða yfir því, sem nú hafði á dag- inn drifið. Bjarni var að minsta kosti á þeirri skoðun að það væri bezt að hafa sem hægast um sig, þar sem þeir voru nú staddir og það allra helzt um hánótt. —Sam- tal þeirra um kvöldið, var því mest í hálfum hljóðum. Leið nóttin al- veg án slysa eða fyrirburöa. Morguninn eftir risu þeir árla á fætur, snæddu nesti sitt og bjugg- ust til brottferðar. Vildi Bjarni þá fara hina sömu leið til baka, og reyna ef kostur væri, að ná til kofa þeirra um kvöldið. Einar var því mótfallinn. Vildi hann þeir gengju suður um hraunið og suður fyrir endann á Helgafelli og svo þaðan aftur til baka. Þrættu þeir nú urn þetta stundarkorn, því sitt leist hverjum, og seinast varð sú niður- staðan hjá þeim, að þeir skildu í stvttingi. Stefndi þá Bjarni aust- ur á við í áttina til fjallsins,en Ein- ar hélt í suðvestur og hugði að skoöa hraunið betur og farasvo austur úr hrauninu fyrir sunnan fjallið, væri þessáannað borð nokkurkostur. En aðallega varhonum hin mesta forvitni að sjá, ef hann yrði þar nokkuð var við bústað Sigríðar draumkonu og kærustu sinnar, því svo var þessi draumvitran rík í huga hans, að honum fanst endilega, að draumur sinn væri bókstaflega sannur. Fund- ur fjársins í hellinum styrkti hann líka mikið í þeirri trú. Á aðra hlið- ina fanst honum samt, að þetta væri hættu og glæfraför. En hann hugsaði sem svo: Lendi eg í klóm útilegumanna, þá fer þar hvorki vakur hestar né væn kýr. Unaður sá er hann hafði af draum sínum, en sérstaklega þó af yndisleik stúlk- unnar, veitti honum nú bæði hug og djörfung. Honum fanst hann vera viljugur að líða alt, einungis vegna þessarar draum- konu hvort sem hún var nú til eða ekki. En um það vildi hann samt ganga úr skugga. Látum hann nú fara ferða sinna og njóta draums síns um stund, en segjum heldur frá Bjarna. Eftir að hafa skilið við félaga sinn í fremur vondu skapi, gekk hann allt hvað aftók, austur um hraun og fjall og komst að kofanum þegar langt var liðið á kvöld, en þar gerðist nú ekkert sögulegt. Hann svaf þar um nótt- ina og varð ei neins var. Næsta morgun þegar hann vaknaði, var Einar ókominn og jók það nú mik- ið á áhyggjur Bjarna. Samt hugs- aði hann með sér, að hann skyldi dvelja þar í þrjá daga og halda uppi leit þar í kring. En el' Einar vrði þá ekki kominn, fara heitn og safna mönnum. til að leita dauðaleit að honum, því hann taldi næstum víst, að eitthvað mundi bafa fyrir hann komið og sjálftir var hánn nú farinn að verða í meiralagi skelkað- ur. Hann vissi nú varla hvað hann átti að hugsa, því síður hvað bezt væri að taka til bragðs. Hatin iðr- aði þess nú mjög, að hann hefði í bræði sinni skilið við Einar. En hafði ekki hugrekki til að fara að

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.