Syrpa - 01.09.1911, Side 45

Syrpa - 01.09.1911, Side 45
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS. 43 eftir allt göngulagiö um daginn, glímur og stymingar um kvöldiÖ. Samt var nú ekki alveg laust við aö hann væri skelkaöur, því hann gat ímyndaö sér, aö karl og ef til vill Oddur líka, kynnu aö sitja fyrir sér í göngum inni og veita sér þar tilræöi. Hann herti samt upp hugann, tók í hönd stúlkunni og fylgdi henni inn í bæinn. Þau gengu nú stundarkorn eftir göng- um og skálum þar til þau komu í afhús eitt, sem Einari virtist líkt og stofa. Þar brann ljós á kerti, var þar vel uppbúiö rúm, borÖ og tveir stólar. Þarna bað hún hann að gera svo og setjast niður og hvíla sig því hann mundi þreytt- ur vera. Annað talaði hún ekki viö hann, fór því næst út og skelti hurö í lás á eftir sér. Sat nú Einar þarna einsamall og vissi varla hvaö til bragðs ætti aö taka; sitja þar og bíöa þess aöstúlkan kæmi aftureða fara að hátta og reyna aö sofa. Um þaö var honum samt minstgef- iö, því hann hafði, enn sem komiö var, enga vissu fyrir tryggilegri næturvist, þar sem hann var stadd- ur. Hann sat þarna alt aö hálfri klukkustund og var aö velta fyrir sér þessu vandatnáli. En rétt í því heyrir hann, aö kontiö er viö hurðarklynkuna og er huröinnilok- ið upp og inn kemur sami kven- maðurinn ogl'er skál mikla í hönd- um sér, meö heitri sauöaketssúpu. Setur hún nú skál þessa á borðiö hjá Einari, án þess aö segja nokkuö og gengur síöan út; en ,rétt þegar hún var aö hverfa fram úr dyrunum, vindur önnur stúlka sérinn, barhún á bakka huífapör, diska og ýmsan mat annan en þann, sem getið hefir ve'áö o r setti á boröið. Síöan leit hún á E'narog baö hann aö gera svo v I og fá sér að borða. Einar le’t til hennar um Ieið, svn augn þeirra mættust, og þóftist Irinu ei betur geta séö, en þ irn i væri komiti Sigríöurdraum- ko rt ng kærasta sín, jafn yndisleg og el ;kmverð eins og hún birtist lionum í draumnum. Var hann þá rétt aö því kominn, að ávarpa hana meö nafni, eins og honum fanst hún gera við sig í draumnum, en hún gaf honunt ekki tækifæri til þess, því rétt um ieiö og hún sleppti sein asta oröinu, hljóp hún út og lét hurö falla að stöfum á eftir sér, svo honum var bara sýnd veiöin, enekki gefin að þessu sinni. Hann fékst nú samt ekkert um þetta, heldur fór aö boröa og þaö með góðri lyst, en maturinn, sem honum haföi veriö botitin, var bæöi mikill og ágætlega tilbúinn. Eftir aö Einar hafði boröaö sig mettann, sat hann góöa stund án þess nokkur kæmi til hans og var að hugsa um hitt og þetta, sem ekki kemst í þessa sögu. En aðal- lega voru þó hugsanirnar um stúlk- una. Síöan stóð hann á fætur og fór að ganga um gólf, bæði til aö liðka sig og sér til afþreyingar. Tók hann þá eftir l.ví, að í einu horninu á herberginu, varsnoturog haganlega útbúinn bókaskápur og í honum talsvert margar bækur. Fyrir forvitnis sakir gekk hann aö skápnum og opnaöi hann; þvíhann var ólæstur. Tók nú út eina bók- ina, sem honurn flaug í hug, að væri galdrabók; því sveitamenn í þá daga trúðu því fastlega, að útilegumenn iökuðu kukl og galdra. Hann var því eins og á báöum átt- urn nokkra stund, hvort hanu ætti aö voga að opna bókina sem var í rauöu skinnbandi og þar af- leiðandi mjög galdraleg! Hann réö samt af, að skygnast svo lítiö í hana, þó aldrei væri nema á titil- blaðið, sá hann þá sér til hinnar mestu undrunar og hugfróunar, að þetta var alþýöulestrarbók séra Þór- arins í Görðum. Viö þetta varö hann glaður og fékk nú nýtt hug- rekki, svo hann vildi skoöa fleira af bókunum, en rétt í beirri andránni var huröinni hrundiö upp og inn kom sama stúlkan og tók nú til aö hreinsa boröiö og retlaöi aö bera burt af því, bæði diska og matar- leyfar. Sneri Einar sér þá við, horfði á hana og segir: ,,-Komdu

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.