Syrpa - 01.09.1911, Síða 55

Syrpa - 01.09.1911, Síða 55
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS. 53 heföi geíið fyrir hana 100 kr., væri hún sjö vetra göniul. Leit út fyrir aö Bjarni væri nú kominn úr klíp- unni meö feröasögu sína og hann heföi sjúlfsagt sloppiö, ef svo óheppi- lega heföi elcki viljaö til, aö tveir menn komu að austan. Höföu þeir veriö á Vopnafirði um sama leyti og Bjarni lést hafa veriö þar. En þeg- ar þeir voru spuröir um þá félaga aftóku þeir meö öllu að þeir heföu nokkurn tíma þangaö komiö. Vakti þetta nýtt umtal og spurningar og fór þá svo fyrir Bjarna, aö hann varö tvísaga og jafnvel grunaöur ósann- indum, sem marga furöaöi á, því hann var ekki kyntur aö ööru en ráövendni. Varð nú þetta hljóö- bært um alla sveitina og síöast stað- hæft af öllum, alveg fortakslaust aö þeir heföu aldrei til Vopnafjaröar komiö og Einar var þar hvergi aö finna, en þar ætlaöi hann þó aö dvelja, þar til skip þaö kæmi, er fttti aö flytja vesturfara til Skotlands þaö sumar. Var nú gengiö að Bjarna, bæöi af presti og hreppstjóra, aö segja hiö sanna, en hann kvaðst eklci hafa annaö aö segja þeim, en þaö, sem áður er sagt. En meö þaö voru menn nú ekki ánægðir. Fór þessu nú fram um liríö og þótt- ist hver beztur, sem mest gat talaö um þetta og jafnvel lagfært þaö og fært í stílinn, svona eftir atvikum. En Bjarni var hægur og fátalaöur og hugsaöi meö sér, að bezt mundi að tala sem allra minst um þetta; því fæst orö bæru minsta ábyrgð. Leiö nú á þenna hátt um hálfsmán- aöar tími. En þá vildi svo slysa- lega til, aö jarpa hryssan hvarf. Hún liafði ekki unaö sér og tók það til bragös, aö strjúka til átrhaga sinna. En hvar voru átthagar henn- ar? Á því var nú farinn aö leika talsveröur vafi, ekki síöur en öör- um sögum Bjarna. En þaö rættist samt furöuvel úr þessari flækju. Tveír menn höföu um þessar mund- ir, veriö aö reka geldfénaö lengst inn á afrétt og í þeirri ferð sáu þeir jörpu hryssuna og vildu hand- sama. Hún gaf þeim ekki kost á því, en hélt leiöar sinnar og stefndi inn í Ódáöahraun, nokkuð norðan viö miöju þess. Þannig sögöu þeir sögu sína og töldu þaö um leið hér um bil óefað mál, aö hryssa þessi væri ættuö úr Ódáöahrauni og þaö- an fengin, þó Bjarni vildi ekki viö þaö kannast. Jókst nú orörómur- inn um þetta og barst bæ frá bæ um nálægar sveitir. Það varogekki lengur haft í dularmálum, að þeir félagar Einar og Bjarni mundu hafa lent til útilegumanna haustiö áöur og aö nú heföi Einar strokiö þangað og leiddu menn ýmsar getur aÖ or- sökum til þess. Héldu sumir aö hann mundi hafa komist þar,,í hann krappann1' og oröið aö lofa þeim að fara til þeirra, svohann mætti halda lífi og limum. Aörir gátu þess til aö saga þeirra um dauöa féð í hell- inum væri ósönn og aö þeir heföu féö þar einhverstaðar inn á öræfum og ætluöu á einhvern hátt aö nota sér þaö og afurðir þess. Þannig gekk nú skraf þetta, aö kalla mátti staflaust aftur og fram, en þegar talaö var um þetta viö Bjarna anz- aöi hann því oftast engu eöa svör hans voru út í liött. Leiö nú sum- ariö, þar til eftir túnaslátt, varö þaö þá ráöum ráöiö meðal bænda, meö sýslumann í broddi fylkingar, að taka Bjarna fyrir til yfirheyrzlu og fara síöan meö hann og fjölmenni mikið inn á öræfi, bæöi til aö teita fjár síns og til að komast eftir hvar Einar væri niöur koninn. Nú var þaö sannað, aö hann hafði aldri á Vopnafjörðkomiöoghvorugurþeirra og eins, að enginn vissi til, að Ein- ar heföi farið til Ameríku, nokkurs- staöar af landinu. Og síöast, en ekki sízt, til þess aö svipast eftir útilegumönnum og ráöa þá af dög- um. Þegar hér var komiö sögunni og Bjarni sá aö til hinnamestu vandræöa horföi fyrir sig, tók hann aö gerast þunglyndur í meiralagi og áöur en fólk fékk áttaö sig og hugleitt hvern enda þetta kynni aö hafa, hvarf Bjarni burtu að næturlagi, án þess aö taka nokkuð meö sér og þótti

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.