Syrpa - 01.09.1911, Side 57

Syrpa - 01.09.1911, Side 57
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS. 55 réðu þau af að flytja þang-að. Það segir svo ekki meira af þeim fyr en þau komu til Cali- forníu og settust að í grend við borg þá sem heitir Sacramento. Þar keyptu þau eina ekru af landi, fyrir það sem þau áttu nú eftir af pen- ingum og þar reistu þau sér hið fyrsta heimili, var það bæði lítið og fátæklegt. í fyrstu var það samt, sem kallað er utanborgar, en nú er það ekki lengur svo. Borgin óx svo mikið ár frá ári, að bústaður þeirra er nú langt innan við yztu takmörk þeirrar tniklu borgar, sem nú telur 300,000 íbúa. Einar byrjaði þar með því, að stunda trésmíð, sem í þádaga borg- aði sig fremur vel, en Sigríður gerð- ist þegar hin mesta búsýslukona og með iðjusemi og sparsemi grædd- ist þeim fljótt töluvert fé. Þau voru þar í öliu samhent eins ogeinn mað- ur væri. Þau hjálpuðust að því að byggja fyrsta húsið, slétta og hreinsa jörðina í kringum það, gróð- ursetja þar ýmsar trjáplöntur og á- vaxtatré og margar tegundir af blómum. Bein og fögur röð af skuggatrjám, stendur nú kringum heimili þeirra á tvo vegu og þrisvar h;ifa þau nú bygt sér íbúðarhús á sama staðnum. Var fyrsta híbýlið að eins tvö smáherbergi, bygð úr timbri og bjuggu þau í því í 10 ár. Annað húsið sem þau bygðu var gert af tígulsteini og voru í því fimm herbergi, í því bjuggu þau í 12 ár. Hið þriðja sem nú erheimili þeirra og á að verða á meðan þau lifa, er bygt úr rauðum sandsteini, tvílyft og eru í því íjórtán herbergi nieð öllum þeim þægindum sem nú- tíðar byggingameistarar þekkja. Húsið hefir sérstakt nafn og heitir ,,Mount Hekla“ en dálítið erútsýn- ið í kringum það öðruvísi en í kring- um nöfnu þess gömlu á íslandi. Hjón þessi hafa síðan þau komu vestur gengið undir nafninu Hoff- mnn. Þau hafa eignast sex börn, þrjá syni og þrjár dætur og eru þau öll hin mannvænlegustu. ÖIl eru þau gift, nema yngsta dóttirin, hún er enn heima hjá foreldrum sínum og heitir Sigríður í höfuðið á móður sinni, enda er hún hennar lifandi eftirmynd í öllu og ber því nafn með rentu. — Heimili hjóna þessara er yfir höfuð að tala, eitt hið mesta fyrirmyndarheimili þar í borginni. Þar sýnist alt fallast í faðma, og frið- ur og ánægja drúpa af hverju strái. Þau gömlu hjónin eru nú komin langt á sextugs aldur, en samt svo ungleg og ern, að fáir mundu hugsa þau væru meira en á fertugs aldri, því hvorugt þeirra ur neitt farið að hærast, sem óefað er afleiðing lukku- legs og ástríks hjónabands, sem þaú hafa lifað saman í þrjátíu og fimm ár. Sliiljum vér nú við heimili þeirra að sinni, á meðan vérsegjum frá ýmsum öðrum atvikum sem skeðu jafnhliða því, sem þegar hefir verið frásagt. Einar stundaði smíðavinnu, eins og hér er sagt að framan. Hélt hann þeim starfa uppi látlaust í fimtán ár, en þá breytti hann til, og byrjaði verzlun í félagi með hér- lendum manni, undir félagsnafninu Hoflfman & Co. Síðar keypti hann hlut félaga síns, og er nú verzlunin rekin undir nafninu ,,Hoffman & Sons“, því allir synir þeirra lærðu verzlunarfræði og reka nú með föð- ur sínum eina þá stæðstu verzlun sem þar er í borginni. Eru þeir allir í hinum mestu metum og enginn þar hefir minstu hugmynd um, að þeir séu af íslenzkum ættum og því síður, að þeir eigi kyn sitt að rekja, að hálfu leyti, til íslenzkra útilegu- manna í Ódáðahrauni. Þegar þau Einarog Sigríður voru búin að dvelja tíu ár fyrir vestan haf, barst það í tal milli þeirra einn góð- an veðurdag, að það væri leiðinlegt að heyra aldrei neitt frá gamla land inu en sérstaklega þó þaö sem á- hrærði ættinga þeirra og vini, því bréfaviðskiftum varð ekki viðkomið þar sem Bjarni var fallinn úr sög- unni. Kom þeim saman um, að forvitnast urn þetta, á þann hátt, að Einar færi til íslands og freistaði hvers hann yrði vísari. Varð nú

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.