Syrpa - 01.09.1911, Qupperneq 65

Syrpa - 01.09.1911, Qupperneq 65
ILLAGIL 63 ærnar. Þaö verða allir aö gjöra þaö sem þeir gfeta og ekki sízt þegar þeir eru teknir í gustukaskini inn á góö heimili11. ,,Já, en hún er líka frænka þín, góði minn og þú ættir að láta hana njóta þess“, mæltihúsfreyja, ,,ogþú veist það nú sjálfur að hún hefir æfinlega unnið þaðsem kraftarhenn- ar hafa leyft“. ,,0, eg býst nú við því að hún hafi gjört það, stelpugreyið“, sagði Sig- urður, ,,og eg ætla líka að láta þetta verða seinasta sumarið sem hún smalar, og skulum við svo ekki eyða fleirum orðum um það“. Ingibjörg sá að svobúið varð að standa, og mintist eigi frekar á þetta við bónda sinn. Sigríður var meyja væn að yfir- litum og í vexti hennar var hið bezta samræmi, Aðeðlisfari var hún björt í andliti og kom það bezt í ljós yfir vetrartímann, þegarhún var innivið. En á vorin tók hún litbrevtingu eins og rjúpan og varð móleit af stöðug- um útiverum. Augu hennar voru stór, dökkblá og einkennilega djúp og fögur. Hún var vel skynsöm, með næmum og heitum tilfinningum og glöggu fegurðarauga, en hafði í andlegum fræöum lítillar leiðbein- ingar notið í fósturhúsum, nema að læra að lesa og ofurlítið að draga til stafs, sem hún lærði hjá Þorsteini í frístundum sínum. Þorsteinn var ólíkur föður sínurn í skapi. Hafði hann tekið aö erfö- um blíðlyndi móðurinnar og var henni í flestu líkur. Ekki sýndi faðir hans hónutn mikið ástríki og var það þó álit manna að Sigurði þætti vænt um son sinn, þótt sjald- an kæmist ylurinn út undan kulda- kufli gamla mannsins. Að minsta kosti var það auðséð á öllu, að hann reyndi að gera sér far um að Þor- steinn yrði að sem nýtustum manni. Hann hafði komið honum fyrir tvo vetrarparta hjá sóli narprestinum, til að læra skrift, reikning, landafræði, íslenzku, réttritun og ofurlítið í dönsku. En í þá daga, voru það að eins örfá bændaefni þar í dalnum sem nutu þeirrar fræðslu. Þorsteinn var vel hagorður. Hafði hann þá gáfu frá móðurætt sinni. Var það hans mesta yndi, að fá að vera einn sér og yrkja smákvæði og stökur. Dult fór hann þó með skáldskapinn, enda var föður hans lítið um hann gefið, þótti hann aö sjálfsögðu lítið bæta um vinnubrögð sonar síns, en vinnan, og það að vera duglegur og í öllu sem nýtastur bóndi, var honum alt. Þaö var innilega kært með þeim uppeldissystkinunum, Þorsteini og Sigríði. Eráþví fyrst aö þau mætt- ust, hún sex ára en hann tíu, féllu hugir þeirra saman og mynduðu sameignarheim fyrir þau bæði, sem varð bjartari og hlýrri tneð vaxandi þroska og kynningu. Þau léku sér saman þegar þau máttu. Hann kendi henni það sem honum var kent og hún vildi læra. Var kenn- arinn hennar, leikbróðirinn hennar, vinurinn hennar. Hennar fegursta og bezta. Hun var lærisveinninn, en þó jafninginn, athugul, laöandi, lífgandi. Hún var vonin hans, gleð- in hans, yndið hans. Hans ljúfasta og bezta. í tíu ár hafði innilegleiki æskunn- ar verið að vaxa og breytast, fegr- ast og fullkomnast, unz hann nú hafði leitt þau inn á land ástarinnar — samhygðar landiö, sælunnarland- ið,—fegursta landiö undiö sólunni. Þar ætluðu þau aö búa saman, þar að lifa og deyja. Aldrei að skilja. Fólkinu á Hömrum og í nágrenn- inu var mjög vel ljóst, að kært var mcöþeim uppeldissystkynunum. Þau voru orðuö saman í gamni, þegar þau voru börn og strítt á því, aö það væri hjónasvipur meö þeim. En engum var kunnugt um að þau voru trúlofuð sín á milli, nema hús- freyjunni á Hömrum. Hún var sá eini vinur, seni þau treystu ogtrúðu fyrir leyndarmáli sínu, en fyrir öllum öörum duldu þau ást sína af fremsta megni. Sigurður haföi aldrei skift sérafþví, þótt þau væru mikiÖ sam- an og samrýmd í öllu, svo lengi sem þau unnu hversdagsstörf sín af trú-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.