Syrpa - 01.09.1911, Page 66

Syrpa - 01.09.1911, Page 66
64 SYRPA. mensku, en fyrir honum báru þau þó mestan hvíöboga og þorðu eigi aö segja honum leyndarmál sitt, enda haföi Ingibjörg ráðlagt þeim aö láta hann enga vitneskju fá um það fyrst um sinn, því vel mætti þaö veröa til þess að slíta friðnum og- gjöra alla framtíðarvegi ófæra. Þaö voru miklar líkur til þess að honum þætti þau of ung til aö trú- lofast svona strax og hin munaöar- lausa uppeldisdóttir hans eigi nógu álitlegur kvenkostur handa einka- barni sínu, sem átti að erfa allar eig- urnar eftir hans dag og veröa einn af ríkustu bændum sveitarinnar. Meö ást ogótta í hjarta, biöu þau ókomna tímans. Vonin og kvíöinn tvinnuöust saman á hinni snúnings- hrööu snældu atvikanna, sem aldrei stanzar. í staö hinna léttlyndu og barns- glðöusamverustundaþeirra í bernsk- unni, bjó nú löngunin djúpa í brjósti þeirra.—Þráin heitasta, sem manns- hjartað þekkir, aö vera saman, elska saman, njóta lífsins saman. Mega vera frjáls án eftirlits guös og manna fórna sér á altari sinna heitustu til- finninga og æösta unaöar. Og því fleiri höft, sem binda þessa þrá og varna henni aö ná takmarki sínu, þess sterkari veröur hún, þess dýpri og hærri, þess heitara brennir hún þess ljúfara laöar hún. — Hún her- tekur huga og sál og knýr fram úr djúpi mannlegs anda þekt og hulin öfl til fylgdar sér. — Þannig brýst hin fyrsta ást fram úr sálardjúpi voru. þegar hiin vaknar viÖ vor- fuglasönginn indæla, af óminnis- dvala bernskunnar og hver einasti strengur á lífshörpu æskunnarómar frelsisljóð síns vaknaöa lífs. — Því sjaldnar, sem þau Þorsteinn og Sigríöur þorðu aö vera saman, þess heitara brann ást þeirra, þess innilegri uröu samfundirnir, þess dýpri von þeirra, en þess sárari kvíöinn og biöin. (Framhald í næsta hefti). Hermenn á skautum. f fótgönguliði Noregs er herdeild ein, sem ferð- ast getur áttatíu mílur á dag. Það, sem gerir ferðalag þetta mögulegt er að hver einasti at mönnum þessum er þaulvanur skautaferðum og þegar ferðast þarf er hverjum hermanni séð fyrirsérstakleg* voldugu skautapari. Heræfingar í sveit þessari fara fram með fádæma hraða. Hælar skaut- anna eru til búnir á þann hátt, að maður getur snúist á hæli hraðar en sjón á festir. Herdeild þessi getur eðlilega ekki ferðast annarstaðar en um fjörðu Noregs, sem lagðir eru ís allan veturinn. Sem varðmenn ognjósnarar geta hermenn þessir orðið að tiinu mesta liði, ef norska þjóðin legði út 1 stríð. Menn þessir eru úrval úr hópi skautaþ óðar og deildarforingion var eitt sinn mesti skautakappi heimsins. Hákarlinn. Aturðir hákarla eru bæði verðmætar og margvíslegar. Úr uggum þeirrafæst hlaup, sem búin er til af lostæt súpa, ef þeim má trúa, er halda af því sælgæti. Hvar sem kínverjar búa, er markaður góður fyr ir lilaup þetta. Ur hákarlslifrinni fæst tær þunn olía, sérlega heppileg til að beraágang- verk úra og fíngerð skotvopn. Skrápurinn er verðmætur mjög. Gljáir hann fagurlega, oft meðgráum, en stundum bláleitum blæ og lítur út sem skrautsútað leður. Úr honum eru skrautgripir ýmsir tilbúnir. Jafnvel bein hákarlanna eru gagnleg. Hryggurinn er í mikilli eftirspurn meðal þeirra, «r fémæta göngustafi smíða. Hryggaliðirnir eru þá fægðir og mjóum stálvír rent í gegnum þá, eru ilíkir stafir seldir háu verði. Einkum þykir Þjóðverjum mikið til slíkra göngustafa koma. Hákarlaveiði er rekin i stórum stíl víða við strendur Ameríku.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.