Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Page 10
56
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
En hvaS er nú þetta Flugvél hring-
sólar hátt uppi í loftinu. Það er ekki
nein af hennar flugvélum. Hver getur
það verið? Og skelfing flýgur hann
heimskulega. Jeannine hefur smám sarn-
an orðið skynbær á flug, og enginn
mundi geta talið henni trú um, að þetta
sé eðlilegt. Og nú flýgur hann til jarðar,
áræðinn, — fífldjarfur. Jeannine er
verulega skelkuð, — þetta getur ekki
farið vel. Hún gefur flugmanninum
merki um að vera aðgætinn, og hleypur
í ákafanum framan að flugvélinni.
»Hvern fj...... á þetta að þýða?«
hrópar flugmaðurinn, þegar hann stekk-
ur út úr flugvélinni. Hann sér óhreinan
vélfræðinema, sem stendur frammi fyr-
ir honum og baðar út höndunum.
»Réttast væri að flengja þig og reka
þig úr flugfélaginu«, segir flugmaðurinn.
Og áður en hana varir, fær hún svo
mikið högg á endann, að hún kastast til
og dettur. — Veslings Jeannine! Hún
háhljóðar og nýr tárum og olíu um and-
litið. Fögur er hún ekki, en húfan er
dottin af henni, og nú fyrst sér flugmað-
urinn, sér til skelfingar, að þetta er
stúlka.
En það virðist ekki hafa nein áhrif á
hann. Hann er meira að segja svo djarf-
ur að bæta við:
»Hefði ég vitað, að þér voruð stúlka,
þá hefði ég framkvæmt hótun mína«.
En Jeannine er heldur ekki af baki
dottin. Þvílíkur strákur! Hvað ætli hann
ímyndi sér?
Hún eys heilum hóp af frönskum
blótsyrðum yfir hans synduga höfuð.
Hinir flugmennirnir eru nú komnir til
sögunnar.
»Þetta er dáfallegt, vinur! Veiztu, að
þetta er matseljan okkar?«
En Jeannine vill ekki taka við afsök-
unum. Meðan flugmennirnir bjóða hinn
nýja félaga sinn velkominn, höktir hún
heim og nýr höggstaðinn. . Þetta skaL
hann fá borgað!
»En hvað er nú þetta?« segir frú Ber-
thelot, þegar Jeannine kernur niður um
kvöldið til að bera á borðið, »þú ert þá í
sunnudagafötunum«.
Hvers vegna roðnar Jeannine? Nú er
hún svo fín og yndisleg í sparifötunum,.
að enginn gæti þekkt þar aftur óhreina
drenginn, sem í morgun fékk þetta smán-
arlega spark í endann.
Og nýja flugmanninum, Blythe flug-
liðsforingja, þykir breytingin mikil.
Hann rekur upp stór augu af undrun.
»Hún er heldur álitlegri núna«, hvísl-
ar hann að sessunaut sínum.
En Jeannine hefnir sín hræðilega. Hún
býður alla flugmennina velkomna með
kossi, en fitjar aðeins upp á nefið fram-
an í Blythe, svo greinilega, að ekki verð-
ur um villzt. En með sjálfri sér er hún
þó farin að hugsa um, hvort ekki muni
réttast að fyrirgefa honum, þar sern
hann er auðsjáanlega raunamæddur og
iðrunin skín út úr fallegu, bláu augunum
hans.
»Nei, ekki ennþá«, hugsar Jéannine,
meðan hún sker fallegu, brúnu gæsina
niður, sem frú Berthelot hefur fórnað
í tilefni af komu nr. 7.
ó, þú litla, glettna Jeannine! Með
reiðilegum svip setur hún disk fyrir
nýja gestinn með eftirtöldu sælgæti:
Tveim gæsafótum, gæsarhálsi og feitu
gæsarþjói. Hvað skyldi Blythe gera við
þetta? Hann nagar gæsarhálsinn og öf-
undar félaga sína hjartanlega, sem
Jeannine gefur falleg, feit gæsalæri og
bringu, um leið og hún brosir töfrandi
við þeim.
En ef við gætum skyggnzt inn í hjarta
Jeannine, þá mundum við verðá hissa.
Henni lízt einmitt vel á óvin sinn, því að
oft skotrar hún augunum til hins fallega