Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Page 18
64
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hvert komizt verður«, heyrir Jeannine þá
svara, og þeir fjarlægjast óðfluga.
Hún teygir fram handleggina, eins og
hún' vilji halda honum eftir, manninum,
sem ef til vill er nú slitinn frá henni
fyrir fullt og allt. Hún horfir á eftir
vagninum, þangað til hann hverfur í
fjarlægð.
örvæntingin nær aftur valdi yfir
henni, og hún fellur grátandi til jarðar.
En sá tími kemur samt sem áður, að
hún verður að halda áfram. Hún verður
að leita, þangað til hún finnur hann.
Einmana og afrækt leggur hún leið sína
um þær slóðir, þar sem allt er nú horfið,
er hún þekkti.
Þannig reikar hún áfram, þar til hún
allt í einu nemur staðar við rústir þýzkr-
ar flugvélar. Einnig þar lá alblóðugur,
limlestur maður. En það var fjandmað-
ur. Hann virtist vera að dauða kominn
og þrýsti konumynd að vörum sér.
Hann stynur upp nokkrum sundur-
lausum orðum á móðurmáli sínu, en
Jeannine hugsar einungis:
»Ef til vill hefur liann skotið Philip
minn niður«.
Frávita af gremju og sársauka grípur
hún upp stein. Jafnvel þessi litla stúlka
er hrifin af hefndarfýsninni, — fýsn til
að hefna þess manns, sem frá henni hef-
ur verið tekinn.
En höndin fellur máttlaus niður, þeg-
ar hún sér myndina í hendi hans. Þessi
maður elskar líka. Þessi deyjandi mað-
ur á líka stúlku í fjarlægu, óþekktu
landi, sem ef til vill nefnir nafn hans
andvarpandi á þessari stundu.
Samúðin altekur Jeannine. Hún skilur
það nú, að hið illa á ekki aðeins heima
hinum megin við skotgrafirnar, og að
einnig þessi maður, þótt óvinur sé, hafi
hjarta, sem grætur við tilhugsunina um
dauðann, fjarri þeirri, er hann elskar.
Hún beygir sig yfir hann, og hann
stynur upp:
»Ungfrú, berið henni kveðju frá mér«.
Svo fellur höfuðið til jarðar. Hann er
dáinn.
Og Jeannine ráfar áfram — — inn
í stóra bæinn, þangað sem sjúkravagn-
arnir fara með særðu mennina, og þar
sem hún vonar að finna elskhuga sinn.
Sjúkrahúsið er byggt við hliðina á
dýragarðinum. í þessu einkennilega um-
hverfi liggja þeir allir hlið við hlið,
vinir og óvinir, allir safnast þeir hér
saman á þröskuldi lífs og dauða.
Einurðarlítil og óttaslegin spyr Jean-
nine forráðamanninn hvort nokkur
Blythe flugliðsforingi sé meðal hinna
særðu.
Hinn kaldranalegi hermaður sér sorg
hennar, og jafnvel hann, sem er svo van-
ur að horfast í augu við örvæntinguna,
hrærist nú af að sjá þær þjáningar, sem
greyptar eru í andlit ungu stúlkunnar.
»Bíðið andartak«, segir hann. Hann
sækir sjúkraskrána, þessa hræðilegu bók,
sem líkt og dómari mælir fram orðin:
Líf eða dauði.
Hranalegi herforinginn hristir þögull
höfuðið, því að bókin segir Blythe flug-
liðsforingja dáinn.
Veslings Jeannine les dánartilkynn-
inguna í svip forstöðumannsins. Henni
finnst skyggja umhverfis sig. Aðeins ein
hugsun nær tökum á henni: Hann er
dáinn, — dáinn.
Þarna stendur hún gersamlega úrræða-
laus. Veit ekkert, ■— skilur ekkert. Hvað
hefur hún hér að gera framar, nú, þegar
sól lífs hennar er hnigin að viði?
Hún læðist út, — burt frá þessu heim-
kynni sorgarinnar, út í mannösina, sem
hugsunarlaust og miskunnarlaust við
sorg hennar streymir fram hjá henni.
Hún ráfar, án þess að vita hvert, og
sér, án þess að sjá, þangað til eitthvað-