Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Side 19
ÞEGAR SÝRINGARNIR BLÓMGAST.
65
vekur hana skyndilega af þessu leiðslu-
ástandi. Hún fer fram hjá blómasölu-
stað, og ilmur blómgaðra sýringa vekur
hana til meðvitundar um, hvað fyrir
hefur komið og hvað hún hefur misst.
Þá grýpur hana ný hugsun. Hún vill,
að angandi sýringar hylji hann, — —
vill að angandi blóm, sem minni á vorið
í ástum þeirra, hvíli á líkbörum hans.
í huganum sá hún hann liggja fölan
og blóðugan á börunum. Tryggu, brúnu
augun hans voru brostin og fjarlæg. En
sýringarnir, sem voru orðnir henni tákn
um ástir þeirra og skammvinna ham-
ingju, áttu að slétta úr þjáningardrátt-
unum á andliti hans. Já, Hún var ná-
lega viss um, að ilrnan sýringanna mundi
koma honum til að brosa af hamingju,
jafnvel nú í dauðanum.
Þessi hugsun virtist gefa særðu hjarta
henriar stundarfró. Takmarkalaus sorg-
in, sem hingað til hafði verið svo þung,
að engin tár vættu augun, fékk nú far-
veg í táraflóði um bleika vanga hennar.
Hún kaupir sér stóran vönd og snýr
aftur að öðrum inngangi sjúkrahússins,
þar sem sjúkravagn er í sömu svifum að
losa sig við sinn ömurlega farm.
»Til Blythe flugliðsforingja«, hvíslar
hún um leið og hún réttir einum yfir-
mannanna blómin. Og hún bætir við:
»Leggið þau fast við höfuð hans, — við
vanga hans, — þakka yður fyrir«.
Og aftur snýr hún út í mannfjöldann.
En Blythe flugliðsforingi er ekki dá-
inn. Hann lifir. Upplýsingarnar, sem
Jeannine hafði fengið, stöfuðu af nafna-
skiptum. Blómiri, angandi sýringarnir,
komust á sinn stað við höfðalag Blythes,
og þegar ilrnur þessara blóma barst að
vitum hans, raknaði hann úr dvalanum.
Það var eins og Jeannine stæði við
sjúkrabeð hans og kallaði á hann.
»Jeannine«, hrópaði hann og reis upp
í rúminu með snöggu viðbragði. »Jean-
nine, Jeannine«.
En engin Jeannine var sýnileg.
Ilún ráfaði grunlaus yfir stóra torg-
ið framan við dýragarðinn, fram hjá
öllum særðu mönnunum, örkumlamönn-
unurn og þeim, sem voru á batavegi.
Undir eftirliti hjúkrunarkvenna sátu
þeir þarna á torginu í legustólum, önd-
uðu að sér hreina loftinu og drukku í
sig skin vorsólarinnar.
Jeannine stóð skyndilega grafkyrr
framan við einn legustólinn. Þar sá hún
nú unga flugmanninn, sem hún hafði
hughreyst með svo mikilli umhyggju það
kvöldið, sem þau Blythe flugliðsforingi
sameinuðust frammi fyrir dýrlingslíkn-
eski Jeanne d'Ark undir blómguðum sýr-
ingatrjám.
»Philip er dáinn«, segir hún, »og ég
elskaði hann svo innilega«.
Meira getur hún ekki sagt. Enda er
það allur hennar heimur.
Ungi flugmaðurinn horfir á hana full-
ur meðaumkunar.
»Vertu hughraust Jeannine, eins og
þú baðst mig um kvöldið. Mundu það,
að ástin deyr aldrei«.
»Philip, Philip, ást mín deyr aldrek,
segir hún kjökrandi við sjálfa sig.
»Þá, í sömu andrá, berst rödd út yfir
torgið:
»Jeannine, Jeannine!«
Röddin kemur frá opnum glugga á
efstu hæð sjúkrahússins.
Blythe flugliðsforingi hafði staðið á
fætur, dregizt út að glugganum og komið
auga á Jeannine niðri á torginu.
»Jeannine, Jeannine!«
En rödd hans er of veik. Hún drukkn-
ar í vagnskröltinu og hávaðanum frá
torginu.
Sér til skelfingar sér hann Jeannine
halda áfram. Það var eins og hamingj-
9