Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Side 21
OG HANN SVEIF YFIR SÆ...
67
nnum. en hvorugur mannanna gerði sig
líklegan til að vinna selunum minnsta
mein. Stærðar hvítabjörn fór frárn hjá
í svo sem fimm metra fjarlægð. Hann
hægði á sér og horfði á þá félaga, en
þeir rétt aðeins gáfu honum hornauga,
þreytulegir og eins og hvíldi yfir þeim
einhver drungi. Og bangsi starði auð-
sjáanlega steinhissa á þessa þögulu
menn og hinn kynlega farkost þeirra.
í suðri gat að líta fjöll í fjarska, og
þangað stefndi báturinn, sem þeir voru
á, Jens og félagar hans. Nú hafði ísinn
hrakið þá norður eftir í annað sinn.
Fyrir þrem dögurn síðan höfðu þeir ver-
ið komnir suður í mynnið á Rauðaflóa.
Það hafði kostað þá fjögurra daga strit
að komast þangað. Einum tvisvar sinn-
um höfðu þeir getað notað seglið stutta
stund og látið líða úr handleggjunum á
sér, en annars höfðu þeir orðið að streit-
ast við árarnar. í seinna skiftið, sem
byr rann á, höfðu þeir verið konmir svo
nærri landi, að beztu vonir voru vakn-
aðar í brjósum þeirra — og byrinn bar
þá svo óðfluga nær og nær. En óðar en
varði lægði vindinn — og brátt kom
stillilogn. Harður frástraumur bar ísinn
frá landi og jakarnir þrýstust saman í
samfellda breiðu. Þeir félagar urðu að
draga bátinn upp á ísinn — og án þess
að þeir gætu nokkuð að gert, bar þá
norður á bóginn — í áttina til hafs, og
svo sárt sem það var sáu þeir nú, að allt
þeirra erfiði hafði verið til einskis. Þá
hrakti í annað sinn norður í haf... Og
nú voru hendurnar á þeim orðnar bólgn-
ar og illa leiknar af róðrinum, og ef
þeir slepptu árunum nokkur augnablik,
þá var eins og eldur brynni í lófunum,
þegar þeir gripu aftur um hlummana.
Harðjaxl hafði alltaf verið grann-
holda. Aldrei hafði nokkur minnsti fitu-
vottur á hann safnazt. Það varð því ekki
sagt, að hann hefði tekið miklum breyt-
ingum að holdafari, en hreyfingarnar
voru svo dauflegar, að þær báru þess
ljósan vott, hve mjög var af honum dreg-
ið. Jens og Júlíus voru lítið annað en
skinin beinin, en samt voru þeir máttar-
meiri en Harðjaxl.
Þeir félagar lögðu að stórum ísjaka.
Þeir megnuðu ekki að halda áfram. Þeir
hentu allri grávörunni upp á ísinn og
fóru síðan að tosa bátnum upp á skör-
ina. Svo sem 50—60 metra frá þeim stóð
hvítabjörninn og virti þá fyrir sér. Svo
fór hann að þoka sér í áttina til þeirra.
Þeir litu varla við honum en héldu áfram
að bisa við bátinn. Loks tók þó Jens
riffilinn og mælti:
— Þegar hann er kominn í gott skot-
færi, þá verðum við víst að skjóta hann
og drekka svo úr honum blóðið.
Hinir sögðu ekki neitt. Svo var illa
komið fyrir þeim félögum, að þeir fundu
ekki til svengdar. Þá langaði aðeins til
að leggjast út af og sofna... Það hefði
nú verið sök sér, ef þeir hefðu átt kost
á einhverri lystugri fæðu, — en heitt
bjarnarblóðið! Þá hryllti hálfgert við að
hugsa til þess. Þeim lá við að kasta því
upp, strax og þeir voru búnir að drekka
það — en ef nokkur von átti að vera
um líf, þá urðu þeir að næra sig.
Þegar þeir voru búnir að koma bátnum
upp á ísinn, settust þeir niður. Þeir
höfðu hljótt um sig, og björnin þokaðist
nær og nær. Hann fór ákaflega hægt,
reis við hvert skref upp á afturfæturna
til að skyggnast um. Hann vildi fullvissa
sig um, að engin hreyfing væri nú þar á,
sem þessar þrjár kynjaskepnur höfðu
verið á kreiki. Stundum stóð hann lengi
i einu á afturfótunum og skimaði og
hlustaði. Loks hélt hann svo rakleitt á-
fram, og eftir stutta stund var hann ekki
nema svo sem 10 metra frá þeim félög-
um. Þar nam hann staðar. Hann horfði
9*