Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Side 26
72
OG HANN SVEIF YFIR SÆ...
um, og því fleiri, sem þeir eru, því
hægra er þeim urn vik.
Þegar báðir flokkarnir eru komnir
alveg að rostungunum, hefst árásin. Sá,
sem sterkastur er og hugrakkastur í
hvoru liði, þýtur að þeim rostungnum,
sem næstur liggur, stingur hann í brjóst-
ið og drepur þannig eitt dýrið af öðru.
Félagar hans fylgja honum fast eftir og
athuga það með árvekni, hvort nokkur
af dýrunum ráðist á hann. Stundum kem-
ur það fyrir, að fjögur til fimm dýr
ráðast á hann í einu, og þá tjáir nú ekki
annað en að láta hendur standa frajn úr
ermum. Mennirnir og dýrin horfást
þarna í augu, og dýrin, sem eru hvort-
tveggja í senn, hrædd og hamstola af
reiði, öskra svo ferlega, að undir tek-
ur í hæðunum í kring. úr sárunum foss-
ar blóðið, dimmrautt og heitt — og brátt
vaða veiðimennirnir í ökla þykka blóð-
og sandleðju.
Rostungarnir liggja í þrem röðum, og
ríður fyrst og fremst á því fyrir veiði-
mennina, að drepa dýrin í neðstu röðinni
svo fljótt, að þau, sem í miðið eru, geti
ekki forðað sér — því ef þau geta það,
þá opnast hlið fyrir þau efstu. Takist
að drepa hvern einasta rostung í neðstu
röðinni, þá eiga veiðimennirnir nokk-
urnveginn víst að geta gert út af við
alla hina, því að rostungunum veitist
mjög örðugt að skríða yfir skrokkana af
félögum sínum.
Síðla kvölds kom varðmaðurinn til
þeirra skipstjóranna og sagði þeim, að
nú væru rostungarnir allir í þéttum
hnapp inni á sandvíkinni — og væru öll
líkindi til, að þeir mundu skríða á land
um flæðina.
Skipstjórarnir höfðu búizt við þessum
fregnum. Þeir höfðu látið brýna spjótin,
vopnað liðið og skift því í tvo flokka.
Allir höfðu fengið nákvæmar leiðbéining-
ar um það, hvernig þeir ættu að hegða
sér, og það hafði verið brýnt fyrir hverj-
um og einum, hverjar afleiðingar gætu
orðið, ef einhver yrði skelkaður eða.
brygðist skyldu sinni. Hvert minnsta hik
gat valdið dauða eins eða fleiri af veiði-
mönnunum og orðið til þess, að fleiri
eða færri af rostungunum slyppu tíl
sjávar.
AIIs voru þarna 22 menn — og allir
vcru þeir röskir og vanir þessum veiði-
skap. Enginn rnaður var skilinn eftir á
skipunum. Jafnvel matsveinunúm voru
fengin spjót í hendur og þeir látnir taka
þátt í árásinni.
Striga var vafið um skautana á ár-
unum og síðan var róið hljóðlega til
lands. Annar helmingurinn af liðinu
lagðist í fjöruna vestan við rostungana,
en hinn helmingurinn varð að taka á sig'
langan krók, til þess að geta sótt að þeim
að austanverðu. Fyrst fóru þeir félagar
yfir litla á, síðan upp lága brekku og
yfir dálítinn ás. Því næst fóru þeir ofan
í fjöruna austan við hópinn.
Rostungarnir voru steinsofandi, og
heyrðust hroturnar langar leiðir. Veiði-
mennirnir læddust nú að þeim bæði að
austan og vestan. Þeir héldu sig í þéttum
hóp, og var Jens frá Stóra-Skarði í far-
arbroddi í vestara liðinu, en Jóhannes
Nílsen í því eystra.
Skjótur sem elding hóf Jens spjót sitt
á loft og keyrði það af heljarafli í brjóst-
ið á gömlum brimli. Brimillinn kipptist
við og lyfti höfðinu, en svo sé það niður,
og skepnan bærði ekki á sér. Jens kippti
spjótinu úr sárinu, gekk tvö, þrjú skref
og rakspjótiðíbringunaáöðrum rostung.
Og nú var hvert dýrið drepið af öðru.
Dýrin reyndu eftir mætti að koma liöggi
á þessar undarlegu verur, sem röskuðu
ró þeirra og ofsóttu þá. Feiknstórir haus-
arnir rykktust fram og aftur, og það
blikaði á höggtennurnar í daufri kvöld-
birtunni. Svolítill kópur skreið ýlfrandi