Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 36
82 NÝ.JAR KVÖLDVÖKUR unarhætti fólks á þeim tímum. Flest af því er nú gleymt, en þó er ein frásögn Guðna söguritaranum enn þá glögg í minni. Hún er af konu þeirri, er Guðrún hét og var dóttir Galdra-Þorgeirs. Guð- rún var alla æfi ýmist í Fnjóskadal eða á Svalbarðsströnd. Hún var mesta fróð- leikskona, kunni ógrynni af sögum og æfintýrurn, kvæðum og þulum. Hún var sögð svo næm, að liún hafi lært undir eins allt, sem hún heyrði, og eftir því hafi minni hennar og skilningur verið. Hvar sem Guðrún var, þyrptist fólk í kringum hana til þess að hlýða á frá- sagnir hennar, þótt sumt af því væri ær- ið hjátrúarblandið. Hún var vel að sér í ýmsum fornaldarfróðleik, einkanlega hinum fornu Eddukvæðum, sem hún út- skýrði af mestu list og skörpum skiln- ingi. — Guðrúnu var einnig talið það til gildis, að hún gæti læknað fólk, sem veiklað væri á geðsmunum og þjáð af þunglyndi og svefnleysi; töldu margir slíka kvilla stafa af ásóknum drauga og illra anda. Guðrún var af mörgum talin fjölkunnug, og var oft leitað til hennar, þegar slíkt bar að höndum. Þegar hún kom á heimili sjúklingsins, var sagt að hún hafi stökkt á flótta , öllum slæðingi, en um leið hafi bráð af þeim sjúka. Sömuleiðis var hún sögð lagin hjúkrun- arkona. Var hún vinsæl og vel metin af öllum, sem hana þekktu og er næsta merkilegt, að þessarar stórgáfuðu konu skuli hvergi vera minnst í neinum frá- sögum. Söguritaranum er ókunnugt um æfiferil Guðrúnar, en á lífi mun hún hafa verið um 1835, þá til heimilis í Sigluvík á Svalbarðsströnd, gömul orð- in, en þó vinnufær nokkuð og allhress. 53. Frá Jóni ríka Gunnlaugssyni. Gunnlaugur prestur Gunnlaugsson, bónda í Héraðsdal í Skagafirði, þjónaði Hálsprestakalli næstur á undan séra Sig- urði Árnasyni, svo sem fyrr er getið. Séra Gunnlaugur kvæntist fyrst Stein- vöru, dóttur séra Jóns Þorgrímssonar, og voru þeirra börn: Ingunn, kona Jóas kammerráðs á Melum og Gunnlaugur prestur að Stað í Hrútafirði. Síðar kvæntist séra Gunnlaugur Helgu, syst- ur Steinvarar, og voru þeirra börn: Steinvör, kona Guttorms gullsmiðs frá Krossavík og Jón, sem síðar var katlað- ur hinn ríki. Jón Gunnlaugsson var fæddur 21. dag marzmán. 1792. Var hann aðeins sjö ára gamall, þegar hann missti föður sinn, en Helga móðir lians dó 1807. Jón nam skólalærdóm, en tók ekki stúdentspróf; mun hann í uppvextinum hafa að nokkru leyti verið á vegum séra Sigurðar á Hálsi. Um nokkurra ára skeið var hann í vinnumennsku í Fnjóskadal og hafði þá tólf ríkisdali í árskaup; hélt hann peningum sínum vel saman og safnaðist honuiii brátt nokkurt fé með sparsemi og hagsýni. Árið 1819 kvæntist hann Þóreyju Þórarinsdóttur Árnasonar í Sigluvík. Hafði Árni í Sigluvík gefið Þóreyju jörðina Geldingsá á Svalbarðs- strönd. Þau Jón og Þórey byrjuðu bú- skap í Böðvarsnesi og búnaðist mjög vel. Keypti Jón þá þegar þrjár jarðir á Sval- barðsströnd: Svalbarð, Mógil og Tungu; fékk hann jarðirnar með mjög góðu verði, en Geldingsá þurfti hann að láta upp í þær og reisa nýja kirkju á Sval- barði; græddi hann stórlega á kaupmn þessum og eftir það keypti hann marg- ar jarðir. Átti hann þrjú hundruð hundr- aða í jörðum, og hafði enginn maður í Fnjóskadal grætt annað eins á tiltölu- lega fáum árum. — Jón Gunnlaugsson var prúðmenni í framgöngu, friður mað- ur sýnum og vel viti borinn, íhaldssam- ur á fé og sparneytinn á alla hluti, hag- sýnn og nýtinn; það var sagt um hann,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.