Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Blaðsíða 47
MUNAÐARLAUSA STÚLKAN 93 eitt auga. En hvað sem því líður, er hæn- an horfin, og hvað er orðið af henni'?« »Eg át hana«, svaraði Ugluspegill, »því að eg bar kvíðboga fyrir því að verða af- skiftur við borðhaldið; við erum þrjú, hænurnar voru ekki nema tvær og þer sögðuð, að eg ætti að eiga eins gott i mat og drykk og þið hin«. Prestur tók þessu með þolinmæði og mælti: »Það gerir minnst til um hænusteikina í þetta sinn, en framvegis verður þú að gera allt, sem vinnukonan skipar þér og undir umsjón hennar«. Því lofaði Ugluspegill hátíðlega. Upp frá þessu gerði Ugluspegill allt af hvert það verk til hálfs, sem vinnukonan skipaði honum. Ef hann átti að sækja vatn í fötu, þá kom hann með hana hálfa; ef hann átti að sækja tvö skíð í eldinn, kom hann með eitt; ef hann átti að gefa tarfinum tvö hneppi af heyi, þá gaf hann honum eitt; ef hann átti að sækja tvo mæla af öli á ölkrána, þá kom hann með einn, — og á sama hátt hafði hann það í öðrum efnum, svo að vinnukonan tók eft- ir því að þetta var eingöngu gert henni til skapraunar. Sagði hún þó ekki neitt við Ugluspegil sjálfan, heldur kvartaði um þetta við prestinn. Þá mælti prestur við Ugluspegil: »Heyrðu góði; vinnukonan kvartar um það, að þú gerir engin verk nema til hálfs, en þó bað eg þig að gera allt eftir hennar fyrirsögn og undir henn- ai umsjón«. »Já, herra«, svaraði Uglu- spegill, »eg hef líka gert alveg eins og þsr hafið lagt fyrir. En griðkan sér ekki nema til hálfs og þess vegna er ekki til neins fyrir mig að gera neitt nema til hálfs, því að hennar umsjón getur ekki náð Iengra«. Þá fór prestur að hlæja, en vinnukonan stökk upp á nef sitt og mælti: »Ef þér rekið ekki þennan hrekkjalim úr vistinni, þá fer eg samstundis«. Og prestur varö að sætta sig við.að láta Ugluspegil fara; þótti honum það verra en ekki, því að í aðra röndina hafði hann gaman af hon- um. En svo stóð á, að hringjarinn þar í þorpinu var nýdáinn, og varð það að sam- komulagi með presti og bændunum þar, að Ugluspegill var ráðinn hringjari við kirkjuna. 8. Páskaleikar á Plánkastoðum. Á miðöldunum var það alsiða í kaþólsku kirkjunni, að leiknir voru helgileikar á stórhátíðum. — Þegar leið að páskum, kom prestur að máli við Ugluspegil og mælti: »Það er vani hér á páskadagsnótt ao leika upprisusöguna; bændurnir hjálpa til, en hringjarinn á að segja fyrir hlut- verkum og stjórna leiknuim. UgluspegiII tók þessu vel og svaraði: »Það er sjálf- sagt; en af því að fátt mun vera um hæfa leikendur, þá verðið þér að lána griðkuna yðar í eitthvert vandasama hlutverkið; hún kann sjálfsagt að lesa«. »Já«, svaraði prestur, »þú tekur hvern, sem þú færð, karl eða konu, og vinnukonan mín hefur oft leikið áður, svo að hún er sjálfsögð«. — Vinnukonan var þess albúin að leika engilinn í gröfinni, því að það hlutverk kunni hún utanbókar. Ugluspegill og bóndi nokkur með honum áttu að leika Maríurnar tvær, en sjálfur átti prestur að leika frelsarann upprisinn. Hófust svo leikarnir á tilsettum tíma. Þegar Ugluspegill og bóndi komu að gröf- inni, búnir kvenklæðum, sat vinnukonan þar fyrir í engils líki, klædd hvítum hjúpi og með stóra vængi á herðum; mælti hún á latínu, svo sem vera átti: »Quem quæ- ritis, — að hverjum leitið þér?« Þá svar- aði bóndinn með þeim orðum, sem Uglu- spegill hafði lagt honum í munn: »Við leitum að gamalli og eineygðri prest- griðku«. Þegar vinnukonan heyrði, að verið var að gera gabb að auganu í henni, varð hún bálvond, og af því að hún vissi, hver sök-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.