Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 61
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
61
við vorum heppnir, því við vorum
komir 150 sjómflur austur á heimleið
þegar ósköpin dundu yfir. Því hlóðst
engin ísing á skipið, en slæmt var
veðrið og við urðum að halda sjó í
upp undir sólarhring. Til gamans
mætti geta þess að tvö skip þarna auk
okkar fylltu á sama tíma og urðum við
samferða af stað. Sá ég það til annars
þeirra að það fór sunnar en við og
hvarf okkur brátt sjónum. Og síðar
kom á daginn að þetta skip kom sólar-
hring á undan okkur heirn og fannst
mér það nokkuð einkennilegt. En
þegar ég fór að ræða við skipstjórann
og hæla honum fyrir þá skynsemi að
fara þetta sunnar — því hann fékk fín-
asta veður alla heimleiðina — þá
glotti hann aðeins við og sagði: „Eg
var nú ekki svo sniðugur. Eg nennti
nefnilega ekki að setja stefnuna og
misminnti því um hana. Eg fór 22
gráðum sunnar en bein stefna var.“ í
þetta skipti má segja að mistökin hafi
komið sér heldur en ekki vel. Hann
kvaðst engan leiðarreikning hafa gert
fyrr en hann var hálfnaður heimleið-
is.“
Allt annar heimur
„Þegar ég lét af skipstjórn á Geir
tók ég við nýja Fylki sem kallaður var
og með hann var ég í um hálft annað
ár. Eftir það tók ég mér hvfld frá skip-
stjórn og réði ég mig 1965 á sand-
dæluskipið Sandey og var í ár þar urn
borð. Þá brá ég mér á loðnu og síld og
fannst rnikil hvíld að þessari tilbreyt-
ingu frá togaramennskunni.
Aftur lá leiðin samt um borð í tog-
arana því 1967 tók ég við togaranum
Narfa á móti Auðuni bróður mínurn,
og fórum við sinn túrinn hvor. Þetta
var ágætur tími og þannig gekk það til
í fimm ár, að vísu á móti öðrurn skip-
stjóra eftir að Auðun tók við skuttog-
aranum Hólmatindi frá Eskifirði.
En nú var skuttogaraöldin gengin í
garð og 1974 sótti ég skuttogarann
Otur til Spánar og var með hann í
hálft annað ár. Hann var einn af minni
skuttogurunum, eitthvað um 500 lest-
ir, og varð síðasti togarinn sem ég var
með á fiskiríi. Umskiptin við að fara
yfir á skuttogara af eldri skipunum
voru slík að ég hefði ekki getað látið
mig dreyma um það. Miði ég við tog-
/ garðinum utan við Vallarbraut 8 á Seltjarnarnesi. (Ljósm.: Sjómdbl. AM)
arana l'yrir stríðið, þá var þetta svo allt
annar heimur að engan gat órað fyrir
því. Það var hreint ævintýri hvernig
til dæmis siglingatæknin var að breyt-
ast. Og samt hefur þróunin aldrei ver-
ið eins hröð og nú hin allra síðustu
árin.
Eftir að ég hætti með Otur réði ég
mig lil Hafrannsóknastofnunarinnar
sem skipstjóri á Hafþóri, bæði á þeim
gamla, sem seinna var seldur til
Grundarfjarðar og síðar Súðavíkur, og
á þeim nýja, fyrrum togaranum Baldri
sem kunnur varð í Þorskastríðunum.
Þar með var komið að lokum sjó-
mennskuferils míns, og síðast var ég
háseti á hafrannsóknaskipunum í af-
leysingum. Þá var ég um tíma í fisk-
veiðaeftirlitinu eftir að gamli Hafþór
var seldur og einnig nokkuð á sand-
dæluskipinu Sóleyju. I þessum störf-
um var ég til 1991, þegar ég varð sjö-
tugur og hætti alveg til sjós.“
Að stoppa og „Ióða“
„En þrátt fyrir gjörbreytta tækni er
ekki sama hver skipstjórinn er. Það
sem einkum hefur breyst er að í stað
þeirrar tilfinningar sem menn þurftu
að búa yfir hér áður fyrir staðsetningu
og hreyfingu á fiski, hefur komið
þörfin á að kunna að nota tæknina
rétt. Og fyrst rætt er um breytingar
mætti nefna veiðarfærin: Ef ég aðeins
minnist á toghlerana þá gálu þeir ekki
orðið þyngri en um 700 kíló l'yrrum,
en nú eru minnstu hlerarnir eitthvað
um 1800 kíló og upp í 7-8 tonn. Eins
eru bobbingar og allt annað orðið svo
langtum stærra í sniðunum en var. En
ég er ekki í vafa um að enn þarf harð-