Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 97

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 97
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 97 landhelgin var sem kunnugt er færð út í 200 mflur þann 15. október 1975. Þá höfðum við fyrir skömmu fengið okk- ar nýjasta varðskip sem var Týr. Ég hafði verið sendur utan ásamt fleiri mönnum 1974 til þess að fylgjast með smíðinni og var skráður I. vélstjóri á skipið 14.janúar 1975. Heim með það komum við loks í mars eða apríl 1975. Það voru mikil viðbrigði og þrosk- andi að taka við þessu nýja skipi. Og víst var margs að gæta, einkum í byrj- un, en aldrei kornu upp neinar bilanir eða önnur vandræði. Þegar mest reyndi á skipið í stríðinu um 200 mfl- urnar sýndi sig líka hve vel það var úr garði gert. í skipinu eru tvær MAN- vélar, sem eru 3400 hö. hvor. Meðan á smíði þeirra stóð vorum við sendir nokkrir vélstjórar til MAN-verk- smiðjanna í Augsburg í Þýskalandi að fylgjast með samsetningu þeirra og fá tilsögn og lærdóm varðandi meðferð þeirra. Það kom sér ákaflega vel og var hreint ævintýri að fylgjast með smíðinni, því aldrei hafði mér dottið í hug að jtannig yrði vél í skip til. Ekki síst varð ég undrandi þegar þeir voru að smíða sveifarásinn, en hann er gerður fyrir átta strokka vél. Þarna var um fjögurra metra stálklumpur fluttur inn á verkstæðið, glóðhitaður og síð- an pressaður í pressu sem gaf 17-1800 tonna þrýsting, uns klumpurinn var kominn í rétta lengd. Þá var hver sveif tekin, hituð upp nteð rafmagni og pressuð út. Eftir það var ásinn gróf- unninn í rennibekk og síðan fínunn- inn meir og meir, uns hinn fegursti sveifarás blasti við. Sömuleiðis var heillandi að sjá ventlakeilurnar stans- aðar úr glóandi járni. Því mun ég seint gleyma. MAN-verksmiðjurnar eru líka meðal þeirra allra fremstu í smíði díeselvéla fyrir skip og jreir smíða margt fleira, eins og prentvélar. Þarna voru þeir til dæmis að smíða stóra prentvél fyrir Prövdu, sem átti að geta prentað tugi þúsunda eintaka á mín- útu, enda nokkuð sem til þurl'ti svo hægt væri að mata alla Rússa á blað- inu.“ Fengum marga harða slynkina „Deilan um 200 mílurnar stóð ekki lengi, en hún var hörð. Ég var þó ekki Yfin’élstjórinn á sínum stad um borð í Tý. (Ljósm.: Sjómdbl. AM) um borð í Tý þann 6. maí 1976 jregar við lá að freigátan Falmouth hvolfdi honum á Hvalbakssvæðinu í tveimur hrottalegum ásiglingum. Það kom lil af því að ég var þá kominn í skipaeft- irlit Gæslunnar, en vegna allra ásigl- inganna var svo mikið að gera við skipin að skipaeftirlitsmaðurinn, Garðar Pálsson, hafði ekki undan og þurfti að fá aðstoð. En Týr var aðalskipið sem við telldum fram í þessari viðureign og við létum svikalaust að okkur kveða. Þannig man ég að í eitt skipti komumst við inn í þyrpingu bresku togaranna að kvöldi til í myrkri. Frei- gáturnar þorðu ekki inn í flotann vegna ótta við að sigla á eigin menn og þarna klipptum við aftan úr mörg- um togurum. Ur þessu varð óskapleg- ur hasar. Á Tý vorum við með skiptiskrúfur sem stjórnað var ofan úr brú og vegna þeirra gátum við brugð- ist hart við og sloppið við marga skrá- veifuna, en hvergi nærri allar. Eitt sinn koniumst við í þá aðstöðu að við lentum á milli tveggja freigáta, höfð- um eina á hvort borð, og foringjarnir voru að ræða það sín í rnilli hvort þeir ættu að sigla á okkur. En Guðmundi Kjærnested tókst að komast undan. Þannig lentum við oft í kröppum sjó. Þegar við sáum að ásigling var yf- irvofandi var gefið merki og hver maður reyndi að ná handfestu og halda sér. Við fengum líka marga harða slynkina og skipið leit ekki alltaf vel út á eftir. Eftir minni ásigl- ingar reyndum við vélstjórarnir að lappa upp á það sem hægt var um borð, en annars var siglt í land og oft- ast til Seyðisfjarðar, því þar var smiðja sem annaðist viðgerðir. í fyrstu vorum við sjö í vélinni á Tý, fjórir vélstjórar og þrír smyrjarar, enda varð svo að vera á meðan þorskastríðið stóð yfir. En svo var fækkað, þannig að nú eru vélstjórarn- ir þrír og smyrjararnir tveir.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.