Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 99

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Qupperneq 99
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 99 vegna vitanna og gæslustarfa. Árvak- ur var afleitur í brælu og er mér minn- isstætt atvik sem því tengist og átti sér stað í febrúar eða mars 1972. Við vor- um að koma út úr Dýrafirði og vorum á leið til Reykjavíkur í heldur slæmu veðri. Þegar við vorum að beygja í suðurátt skipti það engum togum að skipið hófst upp og tók flugið og er það sú lengsta flugferð sem ég hef farið á sjó. Ég var niðri í vélarrúminu og fann mér góða spyrnu til þess að vera viðbúinn þegar við kæmum nið- ur. Var ég farinn að hugsa að þetta væri víst einhver vitleysa í mér og ætlaði að sleppa spyrnunni þegar skipið skall á sjónum. Kom það svo harkalega niður að tveir menn um borð slösuðust, stýrimaðurinn og brytinn. Annar fótbrotnaði en hinn minnir mig að hafi tognað illa. Við snerum við og héldum inn til Þingeyr- ar. Tók ég þá eftir að vélin var l'arin að ausa inn sjó og gerði þeim í brúnni þegar aðvart. Við nánari athugun kom í ljós að ventill í botninum á vélar- rúminu hafði hrokkið í sundur. Sem betur fór var þetta ekki eins slæmt og vera virtist í fyrstu og tókst mér að loka ventlinum. Náðum við svo heilu og höldnu í land. En þegar skipið fór í slipp vorið eftir kom í ljós að velti- brettin á síðunum á því höfðu svignað upp á við. Skipasmiðirnir vildu að vísu ekki trúa að það hefði gerst við þetta atvik, en ég hef aldrei verið í vafa um það.“ Landhelgisbrot eru komin úr tísku „Á tímbili var mjög erfitt fyrir okk- ur varðskipsmenn að segja til um hvenær við yrðum í landi. Við vissum vanalega hvenær farið yrði frá Reykjavík, en ekki Itvenær við kæm- um inn aftur. En seinna breyttist þetta þannig að gerð var áætlun fyrir allt árið um hvenær skipin yrðu í höfn og það var mikil breyting til bóta, því þá var loks hægt að skipuleggja tíma sinn eitthvað. Þannig má segja að ekki sé jafn mikil launung og var yfir ferðum skipanna, en á móti kemur að rnenn eru almennt orðnir miklu lög- hlýðnari en var. Landhelgisbrot eru nánast orðin undantekning en hér á árum áður voru þau sums staðar tíska og átti það bæði við um innlend og er- lend skip. Þá hefur flugvéla- og þyrlu- kostur Gæslunnar gert landhelgisbrot stórum áhættusamari. Eftirlitið snýst nú líka einkum um að skoða veiðar- færi, mæla stærð á fiski og kanna ör- yggisbúnað. En Landhelgisgæsluna þarf eigi að síður að efla og það ætti að vera búið að því fyrir löngu. Þá hef ég ekki síst öryggismálin í huga. Eftir að deilunni um 200 mílumar lauk var skipunum fækkað, og það er slæmt þegar svæðið sem þarf að fylgjast með er orðið svo víðáttumikið. Sem betur fer er nú í bígerð að smíða nýtt skip sem ætti að styrkja Gæsluna, en þá þarf að leggja öðru, því Óðinn er nú kominn til ára sinna. Og komi til þess að álag aukist aftur vegna vernd- unar 200 mflanna eru þrjú skip alls ófullnægjandi. Að vísu hefur flugvél- in mikla yfirsýn og hún og þyrlurnar bjarga miklu, en vegna aðgerða á sjónum þarf meiri skipakost.“ Kem til með að sakna Týs „Nú er komið að starfslokum hjá mér eftir 28 ára starfsferil hjá Land- helgisgæslunni. Þvf fylgir vitanlega talsverður söknuður, því þarna hef ég eignast góða félaga sem sárt verður að hitta ekki jafn reglulega framvegis og áður. Margir halda að samskipti manna á varðskipunum séu mjög formleg, en því fer satt að segja fjarri. Þetta er afbragðs félagsskapur og and- inn um borð frjálslegur. Vissulega þarf að halda uppi nauðsynlegum aga, en hann hefur aldrei valdið neins kon- ar ríg eða metingi milli manna þar sem ég þekki til. Þá veit ég að ekki hefur neinn þurft að kvarta undan að- búnaðinum á skipum Gæslunnar. Líka kem ég til nteð að sakna Týs, sem ég hef verið svo nátengdur allt frá því er hann var í smíðum. Á vissan hátt ber ég svipaðar tilfinningar til hans og hann væri rnitt eigið afkvæmi. Ég er sáttur við hlutskipti mitt sem sjómaður og sjórinn hefur átt fremur vel við mig, til dæmis hef ég aldrei kynnst sjóveiki. En hvort ég ráðlegði afkomendum mínum að gerast sjó- menn, það er annað mál. Ég er ekki heldur viss um að ég gerðist sjómaður aftur, væri ég orðinn ungur maður á ný. Þrátt fyrir allt er það svo margt sem menn fara á mis við. Nú held ég að ég leggði fyrir mig þessa nýju tækni, tölvufræðina. Um borð í Tý erum við komnir með tvær tölvur í stjórnklefa, vélatölvu sem sér um af- lestur á mælum og fleiru og aðra tölvu sem tengist viðhaldskerfinu, lager og slíku. Mér þykir tölvuheimurinn spennandi og þegar ég fór að búa mig undir þá náðugu daga sem fram und- an eru keypti ég mér vandaða einka- tölvu. Ég skal ekki segja hve dugleg- ur ég verð að tileinka mér öll þau ný- móðins forrit sem í boði eru. En áreiðanlega mun tölvan gagnast mér við að stunda helsta tómstundagaman mitt sem er ættfræði. Ég er í Ætt- fræðifélaginu, þótt vegna fjarvista hafi ég lítið getað stundað fundi hjá þeim. En það vona ég að standi nú til bóta.“ AM Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Iíátíðisdegi þeirra Rafiðnaðarsamband Islands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.