Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 125

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Síða 125
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 125 talsvert aftan við hurðina sem opin var. Þegar þyrlunni var snúið kom á hana talsvert högg og hiín hallaði mjög til hægri. Fyrir einhverja ótrú- lega heppni hrökk vírinn út af hjólinu og karfan var laus og hægt að hífa hana inn aftur. Ljóst var að ekki myndi hægt að nota körfu þyrlunnar vegna veðurhamsins, en ákveðið að slaka vírnum tómum þar sem hann tók á sig minni vind. Hugðust menn reyna að nota körfu skipsins í þeirri von að þegar þungi slasaða mannsins væri í körfunni myndi hún láta betur neðan í þyrlunni og ekki feykjast und- an vindi eins og tóma karfan. Þetta tókst framar vonum og dáðumst við að færni flugmannanna að halda þyrl- unni á réttum stað í látunum, en hreyfing skipsins var mikil. Óttuð- umst við um tíma að háar loftnets- stangir aftan á þyrluskýli skipsins næðu að slá í þyrluna þegar það reis um marga metra á öldufaldinum og loftnetin skutust að þyrlunni með ógnarhraða, en þau svignuðu langt aftur vegna veðurhamsins. Þá gerði veðrið það að verkum að spilvírinn lá í löngum boga aftur með skipinu og var þyrlan af þeim sökum óþægilega nærri mastri skipsins. Spili þyrlunnar var stjórnað aftur í hjá okkur tveimur sem þar vorum í beinu talstöðvarsam- bandi við flugmennina. Vel gekk að innbyrða sjúkrakörfuna, en þá kom í ljós að ekki var hægt að loka hurð- inni, þar sem karfan reyndist of löng og stóð út um dyrnar. Færa varð sjúk- linginn í okkar körfu og skáskjóta körfu danska skipsins upp undir loft til að við kæmumst sjálfir fyrir með góðu móti í sætum okkar. Sjúklingur- inn var með rænu, en bundið var um augu hans þannig að hann sá ekkert eða lítið. Ég hafði á tilfinningunni að hann hefði viijað mikið á sig leggja til að losna við þetta ógnarferðalag við þessar aðstæður, svo feginn varð hann þegar búið var að loka hurðinni og setja stefnuna fyrir Jökul lil Reykja- víkur. Sama veðrið hélst áfram og sömu erfiðleikarnir við staðsetningar voru á bakaleiðinni til Reykjavíkur. Létt var yfir áhöfninni, en engum okkar hafði þó staðið á sarna meðan vírinn var fastur í hjólastellinu og ekki víst þó tekist hefði að klippa vír- inn frá spilinu að hann hefði losnað frá hjólinu, eins og hann var flæktur um það. Erfitt hefði verið að fljúga vélinni til lands með sjúkrakörfuna hangandi tóma neðan í þyrlunni, auk þess sem ekki hefði verið hægt að ná sjúklingnum um borð og yfirgefa hefði þurft skipið án þess að geta veitt hjálp. Kl. 1822 var lent við Borgarspítal- ann þar sem læknar og hjúkrunarfólk tók á móti sjúklingnum. Erfiðu sjúkraflugi var lokið. Flugmenn og tlugvirki vélarinnar í þessu sjúkraflugi voru þrautreyndir á sínu sviði við giftudrjúg björgunar- störf. Þeir unnu störf sín af æðruleysi, vandvirkni og hógværð. Flugstjóri var Björn Jónsson, en hann hafði lengsta reynslu af björgun- arstörfum. Aðstoðarflugmaður Þór- hallur Karlsson, en hann var einnig þjálfaður þyrluflugstjóri, og Bjarni Jóhannesson var flugvélstjóri ásamt undirrituðum, sem var stýrimaður og sigmaður vélarinnar í þessari ferð. Nokkrum mánuðum síðar fórst TF- RÁN í næturæfingaflugi í Jökulfjörð- um og með henni sömu flugmenn og flugvirki og þátt tóku í umræddu björgunarflugi í danska herskipið Fyllu. Með TF-RÁN fórst einnig Sig- urjón Ingi Sigurjónsson stýrimaður og sigmaður. Nær 15 ár eru nú liðin frá þessu hörmulega slysi og er áhafnar vélar- innar minnst með virðingu og þakk- læti fyrir ómetanleg störf í þágu sjó- mannastéttarinnar og íslensku þjóðar- innar. Höfundur er deildarstjóri eftirlitsdeildar Siglingastofhunar Sendum öllum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra Niðursuðuverksmiðjan Ora hf. Vesturvör 12, Kópavogi Sendum öllum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra OLÍUFÉLAGIÐ HF.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.