Eimreiðin - 01.04.1927, Side 23
eimreiðin ÞORGEIR LJÓSVETNINGAGOÐI 119
Hvað við lá, ef hann sýndi sig í miklum mótþróa. Varð hér
því enn, sem á öðrum sviðum, frændræknin eða ættarbandið
hristnitökunni að miklu liði.
En það var eitt enn, sem — og máske ekki hvað minst
— studdi kristnitökuna. Og það voru peningarnir. Það hefur
tíðum verið sagt um Ameríku nú á dögum, að þar sé dollar-
inn almáttugur. En ekki átti þetta síður við um Island á dög-
um þjóðveldisins. Því sögurnar okkar sýna bezt, að þar mátti
flest fá fyrir fé. Fégirnd höfðingjanna var svo afskapleg, að fá
mátti fylgi þeirra í svo að kalla hverju máli með mútum og
fégjöfum. Er þessu átakanlegasi lýst í Bandamanna sögu, enda
hún og rituð til að sýna það. En sama má og sjá í hér um
bil hverri sögu, að allur réttur varð að lúta í lægra haldi, ef
nægilegt fé var í boði. Lögin voru í sjálfu sér ágæt. En þau
voru fyrir almúgann, en ekki höfðingjana. Því þau voru fót-
um troðin, þegar peningarnir voru öðrumegin. Sama lýsir sér
og í vígsbótunum. Því þó til væru þeir menn, sem ekki vildu
bera syni sína eða feður í sjóði, þá voru þeir hrein undan-
tekning. Og þessi fégræðgi manna var svo almenn, að hún
kemur alstaðar fram. Allir kannast við hina óhemju fégræðgi
Egils Skallagrímssonar. Og svipað verður uppi á teningnum,
þegar litið er til annara skálda. Því hvað er það, sem skáldin
hrósa konungunum mest fyrir í lofkvæðum sínum? Það er
örlæti þeirra og gullgjafir. Auðvitað í þeim tilgangi, að
konungarnir létu þetta ásannast á sjálfum þeim, skáldunum;
enda fengu þau og tíðum drjúgan skilding í vasann með þessu
móti.
Þetta hefur Olafi konungi verið vel kunnugt, og þá ekki
síður þeim Oissuri og Hjalta. Þeim hefur því þótt vissara að
hafa góð skildingaráð, er þeir kæmu til Islands, ef þeir ættu
að geta unnið kristninni sigur. Og fyrir því sá Olafur kon-
ungur. Því í hinni elztu Olafs sögu Tryggvasonar (eftir Odd
munk) segir, að hann hafi fengið þeim Gissuri og Hjalta í
hendur „mikið fé“. Og til hvers áttu þeir að brúka þetta fé?
Til þess að „vingast við höfðingja“ segir söguritarinn. En það
er í munni munksins kristna aðeins vægara orðalag í stað-
inn fyrir: að múta höfðingjunum.