Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 23

Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 23
eimreiðin ÞORGEIR LJÓSVETNINGAGOÐI 119 Hvað við lá, ef hann sýndi sig í miklum mótþróa. Varð hér því enn, sem á öðrum sviðum, frændræknin eða ættarbandið hristnitökunni að miklu liði. En það var eitt enn, sem — og máske ekki hvað minst — studdi kristnitökuna. Og það voru peningarnir. Það hefur tíðum verið sagt um Ameríku nú á dögum, að þar sé dollar- inn almáttugur. En ekki átti þetta síður við um Island á dög- um þjóðveldisins. Því sögurnar okkar sýna bezt, að þar mátti flest fá fyrir fé. Fégirnd höfðingjanna var svo afskapleg, að fá mátti fylgi þeirra í svo að kalla hverju máli með mútum og fégjöfum. Er þessu átakanlegasi lýst í Bandamanna sögu, enda hún og rituð til að sýna það. En sama má og sjá í hér um bil hverri sögu, að allur réttur varð að lúta í lægra haldi, ef nægilegt fé var í boði. Lögin voru í sjálfu sér ágæt. En þau voru fyrir almúgann, en ekki höfðingjana. Því þau voru fót- um troðin, þegar peningarnir voru öðrumegin. Sama lýsir sér og í vígsbótunum. Því þó til væru þeir menn, sem ekki vildu bera syni sína eða feður í sjóði, þá voru þeir hrein undan- tekning. Og þessi fégræðgi manna var svo almenn, að hún kemur alstaðar fram. Allir kannast við hina óhemju fégræðgi Egils Skallagrímssonar. Og svipað verður uppi á teningnum, þegar litið er til annara skálda. Því hvað er það, sem skáldin hrósa konungunum mest fyrir í lofkvæðum sínum? Það er örlæti þeirra og gullgjafir. Auðvitað í þeim tilgangi, að konungarnir létu þetta ásannast á sjálfum þeim, skáldunum; enda fengu þau og tíðum drjúgan skilding í vasann með þessu móti. Þetta hefur Olafi konungi verið vel kunnugt, og þá ekki síður þeim Oissuri og Hjalta. Þeim hefur því þótt vissara að hafa góð skildingaráð, er þeir kæmu til Islands, ef þeir ættu að geta unnið kristninni sigur. Og fyrir því sá Olafur kon- ungur. Því í hinni elztu Olafs sögu Tryggvasonar (eftir Odd munk) segir, að hann hafi fengið þeim Gissuri og Hjalta í hendur „mikið fé“. Og til hvers áttu þeir að brúka þetta fé? Til þess að „vingast við höfðingja“ segir söguritarinn. En það er í munni munksins kristna aðeins vægara orðalag í stað- inn fyrir: að múta höfðingjunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.