Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 25
eimreiðin
ÞORGEIR L]ÓSVETNINGAGOÐI
121
samsvarar hér um bil 200 kr. í nútíðarpeningum, miðað við
peningaverð fyrir 1914 (sbr. »Island i Fristatstiden« 92—93).
En auk þess hafði lögsögumaðurinn ýmsar aukatekjur af saka-
fé því, sem dæmt var á alþingi, og af leyfisgjöldum (fyrir
undanþágur frá lögum). En til þessara aukatekna hafa menn
ekkert tillit tekið í reikningum sínum, heldur miðað eingöngu
við hin föstu laun, sem og líka rétt var.
En það, sem mestum skakkanum veldur, er það, að menn
hafa ekki vitað, hve mikið »hundrað silfurs« var. En það var
sama og 120 aurar silfurs og jafngilti því í nútíðarpeningum
hér um bil 4800 krónum (sbr. Isl. i Fristatst. 91—93). Hálft
hundrað silfurs samsvarar því í nútíðarpeningum 2400 kr., og
er það tólffalt meira en lögsögumannslaunin, sem voru einar
200 kr. Þar við bætist og, að engin ástæða gat verið til að
Sreiða Þorgeiri nein ný laun, þó hann segði upp lög, sem
Silda áttu bæði fyrir kristna menn og heiðna. Því hann var
hinn eini löglegi lögsögumaður fyrir hvoratveggju bæði á und-
an og eftir, þar sem allir samningar miðuðu að því að halda
þjóðveldinu óklofnu með einum og sömu lögum. Það var því
embættisskylda Þorgeirs að segja upp lögin fyrir alt þjóðfé-
lagið, bæði heiðna menn og kristna, sem hann hafði sín fullu
laun fyrir af lögréttufé (ríkissjóðnum), sem var eign alls
bjóðfélagsins.
Eina ástæðan til að borga Þorgeiri nokkurt fé hlaut að
vera sú, að lögsaga hans yrði kristnum mönnum í vil. Og
nienn borguðu honum heldur ekki peningana út í bláinn,
heldur trygðu sér þetta fyrirfram. Því í Ólafs sögu Tryggva-
sonar segir, að Hallur hafi í samningum sínum áskilið við
Þorgeir, að hann skyldi hafa þessi þrjú atriði í uppsögu sinni:
T Að alliv menn skyldu kristnir vera á Islandi og skírn
taka, þeir er áður voru óskírðir.
2. Að hof öll og skurðgoð skyldu óheilög.
3. Að fjörbaugsgarð skyldi varða blót öll, ef vottföst yrði.
Að öllum þessum skilmálum gekk Þorgeir, og fyrir það
fékk hann peningana, sem öllum má vera ljóst, að voru
hreinar mútur. Þá verður og ljóst, hvað Ari á við með orð-
unum: „keypti að Þorgeiri lögsögumanni«.
»En síðar (segir Ari) er menn komu í búðir, þá lagðist