Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Qupperneq 26

Eimreiðin - 01.04.1927, Qupperneq 26
122 ÞORGEIR LJÓSVETNINGAGOÐI EIMREIÐlN hann niður Þorgeir og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og mælti ekki orð*. Menn hafa skilið þetta svo, að Þorgeir hafi allan þennan tíma verið að hugsa sig um, hvernig hann ætti að ráða fram úr þessu mikla vandamáli og á hverja sveifina hann ætti að snú- ast. En ekki getur það verið rétt nema að nokkru leyti. Því sjálf niðurstaðan var fyrirfram ákveðin. Þorgeir var búinn að lofa, hver hún skyldi verða og fá sína borgun fyrir. Hann var að hugsa um taflið, sem hann hafði tekið að sér að tefla, og hvernig hann ætti að komast hjá að tefla sjálfum sér í mát, hvernig hann ætti að leika á trúbræður sína, svo að þeir, en ekki hann, töpuðu taflinu. Og hann var að undir- búa ræðuna, sem hann ætlaði að halda daginn eftir, til að sannfæra menn um, hver nauðsyn bæri til, að allir hefðu ein lög og einn sið. Því *það mun verða satt (sagði hann í lok ræðu sinnar), er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn«. Þetta var viturlega mælt og öll ræðan snildarleg. En brögð voru óneitanlega með í taflinu. Því hann lét þess hvergi getið í ræðu sinni, hvernig þessi »einu lög og eini siður« ætti að vera. En hann fékk þó með ræðusnild sinni talið svo um fyrir mönnum, »að hvorirtveggju játtu því, að allir skyldu ein lög hafa, þau sem hann réði upp að segja«. Og Njála (k. 105) bætir því við, að hann hafi tekið af þeim „svardaga og festu að halda“. Með þessu bragði hafði hann fengið báða flokka til að gefa sér einveldi, eindæmi í málinu, svo hann gat nú öruggur felt úrskurð sinn eins og honum sýndist. En ójafnt var þó á komið með flokkunum. Því hinir kristnu menn vissu fyrir fram, að hverju þeir áttu að ganga, samkvæmt »kaupum« sínum við Þorgeir. En um það höfðu heiðingjarnir enga minstu hug- mynd. En þeir hafa auðvitað gert sér fulla von um að treysta mætti, að trúbróðir þeirra og æðsti vörður Ásatrúarinnar í landinu mundi gæta svo embættisskyldu sinnar, að engin hætta væri á að selja honum sjálfdæmi. En í því skjátlaðist þeim hraparlega. Því Þorgeir hélt alla skilmála sína við Hall og aðra forkólfa kristninnar og ákvað, að allir menn skyldu kristnir vera hér á landi. „Þóttust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.