Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Side 39

Eimreiðin - 01.04.1927, Side 39
eimreiðin ÚR FERÐABÓK HOOKERS 135 Fimm árum eftir það er fæddur á Englandi William Jackson Hooker, sem síðar varð frægur grasafræðingur. Hooker las ungur bók Troils og langaði eftir það mjög til Islands, en samgöngur voru þá svo stirðar, að hann hafði litla von um að fá því framgengt. En á stríðsárunum rættist úr þessu fyrir honum. Hooker var góðkunningi Sir Josephs Banks, og í niaílok 1809 lét Sir Joseph hann alt í einu vita, að enskt kaupskip væri ferðbúið til íslands. Tók Hooker því fegins hendi að fá far með því, þótt skammur tími væri til undir- búnings. Hann hafði þá aðeins fjóra um tvítugt. Foringi þess- arar verzlunarferðar var Phelps kaupmaður frá Lundúnum, 03 hafði hann sér til hjálpar danskan mann, sem túlka átti ■nál hans við Islendinga. Sá hét Jörgen Jörgensen, Jörundur hundadagakonungur öðru nafni. Eftir að Hooker var kominn aftur til heimkynna sinna, ritaði hann bók um ferðina, mikla og merka í mörgum greinum. Hann er fyrstur þeirra þremenninganna ensku, er til íslands homu kringum fyrstu áratugamót 19. aldar og síðan létu prenta ferðasögur sínar, en hinir voru þeir Mackenzie og Henderson. Það er höfuðkostur þeirra bóka, að höfundar fara að mestu eftir því, sem þeir hafa átt kost á að kynna sér sjálfir, en faka minna frá öðrum. Hooker hefur verið athugull og virðist segja satt og rétt frá í öllum aðalatriðum, en þess verður sífelt að minnast, hvernig aðstaða hans var. Hann kunni ekkert í tungu landsbúa og gat ekki talað við almenning öðruvísi en með túlk eða túlkum, — hann varð stundum að hafa þá tvo, 09 þýddi þá annar af íslenzku á dönsku, en hinn af dönsku á ensku, eða öfugt. Það er því varla að furða, þó að hann bjagi illa flest íslenzk nöfn, enda bættist það á, að danskir fnenn höfðu selt honum mörg þeirra í hendur afbökuð eftir sínu máli (Reikevig 0. þvíl). Hooker kom beina leið frá auð- legð og frjósemd voldugs ríkis og hitti fyrir sér hrjóstrugt og fátækt heimskautaland, þar sem fólkið þurfti >heil landflæmi til að halda lífi í fáeinum soltnum sauðkindumc. Sumarið sem hann ferðaðist var tíðin hin versta, rigningasöm og köld, óár- sn í náttúrunni með frosti og snjó snemma í ágúst, og þjóð- ]nni bannaðar bjargir sökum skorts og vandræða, er stöfuðu af stríðinu. Hann sá landið í hráslaga, og dylst það ekki þeim sem bókina les. Hann gerir sér ekkert far um að fegra, en eÍ9Í verður heldur séð, að hann stingi undir stól því lofi um islendinga, sem honum fanst þeir eiga skilið. Hitt er vafalaust, að bjartara væri yfir bókinni, ef sólardagar ferðarinnar hefði Verið fleiri. Ferðabókin, Journal of a tour in Iceland, kom út í Lund- ánum, fyrst 1811 (eftir þeirri útgáfu er farið hér), og síðan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.