Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 44
140
ÚR FERÐABÓK HOOKERS
ElMREIÐlN
úr bláu eða svörtu klæði, og er honum haldið saman um
brjóstið, stundum með reimum, en oftar með silfursylgjum-1)
Stutt treyja úr sama efni, stundum með litlu pilsi við, er höfð
þar utan yfir, og er einnig hún fest um brjóstið með sylgjmj1
úr látúni eða silfri, ellegar reimum. Sokkarnir eru prjónaðir
úr grófri ull og litaðir svartir, skórnir úr sauðskinni eða
selskinni. Margar þeirra höfðu gild hrosshársreipi hangandi
um axlirnar báðum megin og kappmellu á endanum til að
bera í fiskibörurnar. Karlmennirnir voru að mestu eins til
fara og hafnsögumenn okkar, nema hvað þeir voru flestir svart-
klæddir og í svörtum sokkum. Bæði karlar og konur fóru oft
úr treyjunni í stritvinnu og höfðu þá ekki annað utan yf>r
handleggjunum en ermar ullarbolsins. Um útlit þessara kvenna
er það að segja, að fæstar þeirra urðu kallaðar fríðar, og
sumar gömlu konurnar voru tvímælalaust hinar ljótustu, sem
ég hafði nokkurn tíma séð; en meðal hinna ungu voru fa-
einar, sem myndi þykja laglegar, jafnvel á Englandi, og se
dæmt eftir litarhætti, mun íslenzk stúlka, sem ekki hefur orðið að
vera of mikið úti í iílviðrum, standast samjöfnuð við konur
hvers lands sem er. Yfirleitt eru þær lágvaxnari en vorar
konur, en bera sig vel, og er að ráða af yfirbragði þeirra, að
þær lifi við ágæta heilsu. Yið virtum gaumgæfilega fyrir okk-
ur þenna einkennilega hóp og fórum síðan heim til Savigniacs;
en hús hans var smíðað í Noregi og ekkert frábrugðið timb-
urhúsum, eins og ,þau gerast á voru landi, svo að mig fýsh
lítt þar að vera. Eg hvarf því brátt út aftur, og varð mér
reikað inn með ströndinni. Þar fór ég yfir læk á lítilli og ó-
vandaðri trébrú og var þá kominn út úr bænum; síðan fór
ég framhjá tveimur eða þremur bændabýlum og tók að leita
að grösum milli klettanna«.
Nú lýsir Hooker staurum, sem hann sá, með útbúnaði til
að þurka á skinnklæði, og hefur mynd til skýringar. Tveir
slíkir staurar, eða þrír eða fleiri. segir hann að sé við hvert
fiskimannshús. Holtin kringum Reykjavík mintu hann mest a
tindinn á Ben Nevis,2) grjótbjörg dreifð yfir flatneskju eða
lágar hæðir og dálitlir grasblettir inni á milli. Þessa nótt var
Hooker síðast í skipinu, en daginn eftir (22. júní) var faranS'
ur hans fluttur í land og komið fyrir hjá Savigniac. Þá var
hráslagaveður og þoka.
1) Hvorki þessi kjóll né pilsin er svo sítt, að það hylji að ráði hina
ójögulegu kálfa þeirra; ella yrði þau þeim til baga að ganga á grjotinu-
Eg man eftir einni gamalli konu, sem sífelt vann á eyrinni, og var aldre>
síðklæddari en niður á hné (aths. Hookers).
2) Skozkt fjall, hið hæsta á Bretlandseyjum, 1343 m. yfir sjávarmál-